Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 61
leggja tvær aðrar tegundir spendýra sér
laxfiska til munns einstöku sinnum, þ.e.
refur (Alopex lagobus (L.)) og landselur
(Phoca vitulina L.) (Bjarni Sæmundsson
1932). Urriði étur bæði bleikjuseiði og
hornsíli en ekki sín eigin seiði (Jón
Kristjánsson, munnlegar upplýsingar).
Áhrif þessara afræningja á fiskfram-
leiðslu í ferskvatni eru lítið sem ekkert
þekkt hérlendis og bíður þar verðugt
viðfangsefni rannsóknar.
Samanburður við fæðuvalsrannsókn-
ir, sem fram fóru á sama tíma í Grinda-
vík (Karl Skírnisson 1979a) sýnir að
mun meiri fæðusveiflur komu fram hjá
minkum við Sog heldur en þeim sem
héldu sig í fjörukambinum vestan
Grindavíkur. Við Sog voru egg og ungar
algengasta fæðan fram eftir sumri en
fjöru- og grunnsævisfiskar voru áfram
algengasta fæða á sama tíma í Grinda-
vík.
Samanburður við fæðuákvarðanir úr
meltingarfærum minka, sem veiddir
voru af minkaveiðimönnum víða á
landinu á sama tíma og söfnun saursýna
fór fram við Sog og í Grindavík (Karl
Skírnisson 1979b) leiddi í ljós mjög
svipaðar niðurstöður og fengust með
saurgreiningunum og hér hefur verið
lýst.
Afkomumöguleikar minks eru að
jafnaði lakari inn til landsins heldur en
við sjávarsíðuna. Framboð úr fjöru og af
grunnsævi (aðallega fiskar) er mun
stöðugra heldur en inn til landsins.
Ferskvatn leggur oft um lengri eða
skemmri tíma á ári hverju og því getur
orðið erfitt að afla fæðu úr ferskvatni á
veturna.
HEIMILDIR
Akande, M. 1972. The food of feral mink
(Muslela vision) in Scotland. L Zool. 167:
475—479.
Bengtson, S. A. 1971. Food and feeding of
diving ducks breeding at Lake Myvatn,
Iceland. Ornis Fennica 48: 77 — 92.
Day, M. G. & Ian Linn. 1972. Notes on the
food of feral mink Mustela vison in Eng-
land and Wales. J. Zool. 167: 463 — 473.
Erlinge, S. 1969. Food habits of the otter Lutra
lutra L. and the mink Mustela vison
Schreber in a trout water in southern
Sweden. Oikos 20: 1 — 7.
Fjeldsð, J. 1973. Feeding and habitat se-
lection of the horned grebe Podiceps auri-
tus (Aves) in the breeding season.
Vidensk. Meddr. dansk naturh. Foren.
136: 57—95.
Gardarsson, Arnþór. 1975. fslenskir votlendis-
fuglar. Votlendi. Rit Landverndar 4:
100—134.
— 1979a. Stofnbreytingar kafanda við Mý-
vatn með tilliti til fæðuskilyrða. Rann-
sóknastöð við Mývatn. Skýrsla 1. Nátt-
úruverndarráð. Fjölrit 5: 115—126.
— 1979b. Waterfowl populations of Mý-
vatn and recent changes in their number
and food habits. Oikos 32: 250—270.
Gerell, R. 1967. Food selection in relation to
habitat in mink (Mustela vison Schreb.).
Oikos 18: 233—246.
— 1968. Food habits of the mink Mustela
vison Schreb., in Sweden. Viltrevy 5:
119—195.
Hamilton, W. J. 1959. Foods of mink in New
York. New York Fish and Game Journal
6: 77-85.
Hólmjárn, Hólmjárn J. 1948. Svar við bréfi
háttvirtrar landbúnaðarnefndar neðri
deildar Alþingis, viðvíkjandi frumvarpi
til laga um útrýmingu villiminka. Erindi
til Alþingis, dagbók 268, 1947.
Ingólfsson, Agnar. 1961. The distribution and
breeding ecology of the White tailed
Eagle, Hahaeetus albicilla (L.) in Iceland.
B. Sc. ritgerð, University of Aberdeen,
(handrit).
Nielsen, Ólafur K. 1979. Þéttleiki mófugla við
Mývatn. Rannsóknastöð við Mývatn.
55