Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 58
haustin getur tekið nokkurn tima og eru
þeir rándýrum aðgengileg bráð á því
tímabili.
í fyrstu þekktust ungar á stærð og
gerð fiðurs, en eftir því sem leið á
sumarið varð erfiðara að sjá hvort um
unga eða fullorðna fugla var að ræða. A
því tímabili sem mest var étið af fuglum,
voru ungar (og egg í júní) uppistaða
fuglaneyslunnar. Þegar ungar stálp-
uðust og urðu hreyfanlegri, er leið á
sumarið, minnkaði hlutdeild fugla
stöðugt, allt til loka athuganatímabils-
ins.
Fiskar
Algengasta fæða minks yfir veturinn
fram að miðjum maí voru vatnafiskar.
Laxfiskar og hornsíli voru étin í svip-
uðum mæli. Hlutdeild beggja minnkaði
fram í júlí, en í ágúst jókst hlutdeild
fiska að nýju og var um stöðuga
aukningu að ræða út athuganatímann
(4. og 5. mynd), en aukning var minni á
hornsílum en laxfiskum. Mjög algengt
var að finna nokkur hornsíli og laxfiska
saman í saur. Alls fundust 345 laxfiskar
og 301 hornsíli étin á athuganatím-
anum og var fjöldinn fundinn út frá
þeim kvörnum er fundust í saursýn-
unum.
Stærðardreifing laxfiskanna (6.
mynd) sem étnir voru, sýnir svo ekki
verður um villst að minkar átu í lang-
flestum tilfellum smáa einstaklinga
(seiði). Langalgengast var að étin væru
4—15 cm löng seiði. Sjaldgæft var að
lengri fiskar en 15 cm væru étnir, en
lengsti fiskur sem fannst étinn var 30 cm
langur.
Hryggleysingjar
Ýrpsir hryggleysingjar komu fyrir í
saursýnum, en oftast voru þeir upp-
runnir úr meltingarfærum þeirra fugla
og fiska sem minkar höfðu étið, þ. e.
étnir óviljandi. Frá þessu voru þó
undantekningar sem fjallað verður sér-
staklega um.
I júní—ágúst fundust alls 17 saursýni
er innihéldu leifar hunangsflugna
(.Bombus jonellus Kirb.). Leifar lirfa,
púpna, vinnudýra, karl- og kvenflugna
fundust, svo og leifar af vaxi. Má telja
víst að minkarnir hafi étið bú hunangs-
flugnanna í heilu lagi.
Aðrir hryggleysingjar, sem minkur át
sennilega viljandi í nokkrum tilfellum
en oftast voru upprunnir úr meltingar-
færum bráðarinnar, voru vorflugulirfur
(Trichoptera) (fundnar i 10% af sýnum),
flugur (Diptera, Brachycera) (2%),
vatnabjöllur (4%) og landbjöllur
(Coleoptera) (5%), langfætlur
(Opiliones) (2%), og vatnabobbar (Lym-
naea peregra L.) (15%).
Hryggleysingjar sem fundust ísaurog
voru í öllum tilfellum taldir ættaðir úr
meltingarfærum viðkomandi bráðar
voru rykmý (Chironomidae) (20%),
bitmý (Simuliidae) (1%), skelkrabbar
(Ostracoda) (2%), vatnaflær (Clado-
cera) (1%) og vatnasamlokur (Pisidium)
(1%). Allir þessir hryggleysingjar eru
þýðingarmikil fæða þeirra dýra, sem
minkurinn lifir á. Algengt var t. d. að
finna nokkrar rykmýslirfur, fáeina litla
vatnabobba og jafnvel eina eða fleiri
vorflugulirfur í saur, sem að öðru leyti
innihélt nær eingöngu leifar laxfiska-
seiða og hornsíla. 1 þessum tilfellum var
nokkuð ljóst að smádýrin voru úr melt-
ingarvegi seiðanna eða hornsílanna. Á
hinn bóginn virðist líklegt að landskor-
dýr sem fundust ásamt laxfiskaseiðum
eða hornsílum hafi verið étin viljandi.
52