Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 12
Fyrir áeggjan Magnúsar Stephensen
yfirdómara flutti Bjarni kaupmaður Sí-
vertsen í Hafnarfirði inn trjáplöntur.
Svo segir í „íslenzkum sagnablöðum“
1817:
Kaupmaöur riddari Bjarni Sigurðsson
flutti hingað á árinu 1813 500 viðar-
plöntur af ýmsurn tegundum frá Skot-
landi, svo enn væri tilreynt að koma hér
upp skógi. Sú ógæfa vildi til að hann átti
útivist langa í þetta sinn, mætti hrakn-
ingum og varð að afferma skip sitt i
Orkneyjum og bæta skaða þann er hann
hafði fengiö í hafinu. Vegna þessara slysa
voru nokkrar viðarplöntur hans, er
hingað kom, nær dauða en lifi og sumar
aldeilis viðskila. Sumar plöntur setti
hann niður í Hafnarfirði og þó einstakar
hafi síðan útdáið, eru þó fleiri lifandi og
hafa náð nokkrum þroska . . .
Trjáræktartilraunir báru meiri
árangur á Norðurlandi. Um 1820 var
hafin trjárækt á Skriðu í Hörgárdal. Jón
bóndi Kærnested fór til Danmerkur og
nam akuryrkju og garðrækt. Árið 1824
kom út í Viðey garðyrkjubæklingur eftir
hann með leiðarvísi um trjárækt. Þar
segir í lokin:
Trjáviðarplöntunaraðferð er voru
skóglausa landi yfrið nauðsynleg. Satt er
það, að vér fáum ekki strax notið gagns-
muna hennar. En þó vér dæjum fyrr en
vér nytum þeirra, mundi meðvitund sú,
að hafa bæði með trjáviðarplöntun og
fleiru nytsamlegu gagnast eftirkomend-
unum, auka allra velþenkjandi hugar
rósemi.
Jafnhliða því sem gerðar voru til-
raunir með trjárækt fóru menn að vara
við illri meðferð skóganna sem eftir
3. mynd. Austustu rofin í Bæjarstaðaskógi. Myndin er tekin árið sem skógurinn var girtur
árið 1934. Ljósm. Hákon Bjarnason.
6