Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 42
Ingólfsson 1977a, Karl Gunnarsson
1979). Stefán Bergmann (1976) ritaði
greinargerð um Varmá í Olfusi, og var-
aði við hættu af mengun á lifriki árinn-
ar. Einnig hafa verið framkvæmdar
gerlamælingar í ánni (Sigurjón Rist
1974, óbirtar skýrslur Heilbrigðiseftir-
lits ríkisins, Guðni Alfreðsson 1976).
Aörar rannsóknir á mengun ferskvatns
hafa ekki verið framkvæmdar hérlendis,
en erlendis hafa veriö framkvæmdar
viðamiklar rannsóknir á mengun vatna,
og áhrifum mengunar á lifverur (sjá
Hynes 1960).
Ég vil færa nemum og aðstoðarkenn-
urunum Jóni Eldon, Ulfari Antonssyni,
Árna H. Helgasyni og Erni Óskarssyni, í
námskeiðunum í vatnalíffræði
1977 — 79, jDakkir fyrir vinnu við söfnun
og úrvinnslu gagna. Eyjólfi Sæmunds-
syni efnafræðingi, Jóni M. Guðmunds-
syni oddvita í Mosfellssveit, Þórði Jó-
hannessyni kennara í Hveragerði, Ernst
Hemmingsen framleiðslustjóra á Ála-
fossi, og Þorkeli Guðbrandssyni for-
stöðumanni Ullarþvottastöðvar SÍS í
Hveragerði vil ég þakka fyrir margvís-
legar upplýsingar og Arnþóri Garðars-
syni prófessor fyrir lestur greinar þess-
arar í handriti.
STAÐHÆTTIR
Varmárnar eiga margt sameiginlegt,
þær eru dragár, og eru mengunarvaldar
í þeim báðum þeir sömu. Þeir helstu
eru: skólp frá byggð, úrgangur frá
ullarþvotti, frárennsli gripahúsa,
áburðarmengun, skordýraeitur frá
garðrækt og gróðurltúsum, jarðrask og
heitt vatn. I Varmá í Ölfusi ren'nur auk
þess frárennsli frá fiskeldisstöð.
Varmá í Mosfellssveit á.upptök sín í
Bjarnarvatni (259 m y. s.), sem er milli
1. mynd. Varmá í Mosfellssveit og þverár.
Sýni á stöðvum 1 —6 voru tekin 2. 2. 1977 og
ástöðvumA — H 27. 10. 1978. Skyggðsvæði:
þéttbýli, brotalinur: þjóðvegir. —A map of R.
Varmá irt Mosfellssveit and its tribuyaries. Stations
1—6 sampled on 2 Feb. 1977 and A—H on 27
Oct. 1978. Shaded: Densely populated areas.
Torfdalshryggjar og Þverfells suðaustan
Reykjadals (1. mynd). Hún rennur
norðaustur um Reykjadal og fellur til
sjávar í Leirvogi. Alls er áin um 15 km
löng. I hana renna nokkrir lækir og ár,
og er Kaldakvísl stærst þeirra, og sam-
einast þær rétt ofan við árósinn. Áin
dregur nafn sitt af því að i hana rann
vatn úr heitum hverum (36 — 83°C) í
Reykjadal, um 120 1/sek. (Schwabe
1933). Meðalrennsli Varmár er líklega
unt 0,5 m-Vsek.
Fram til 1930 var lítil byggð í
Reykjadal og áin var ómenguð (Jón M.
Guðmundsson munnl. uppl., Birgir H.
Sigurðsson 1977). Skólp og frárennsli
húsa rann í rotþrær, en innihald þeirra
var síðan notað til áburðar. Vatn var
sótt i ána til heimilisnota, og einnig voru
stundaðir þvottar í ánni. Áll (Anguilla
anguilla) og urriði (Salmo trutta) gengu í
ána.
Lífræn mengun jókst gífurlega á
stríðsárunum, þegar breski herinn settist
að við ána. Hefur mengunin aukist jafnt
36