Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 22
HREÐAVATNS- OG
TINDAMISLÆGIN
Þegar hraunlag leggst lárétt ofan á
lag eða lög sem hafa snarast myndast
mislægi (1. mynd d). í Borgarfirði er
mislægi sem nefnt hefur verið Hreða-
vatnsmislægið. Þvi var fyrst lýst af
Hauki Jóhannessyni (1975), en síðan
hefur það fundist víðar (Hjalti Franzson
1978, Kristín Vala Ragnarsdóttir
1979). Mislægið hefur nú verið rakið frá
Hafnarfjalli upp Borgarfjörð með Hvítá
og Norðurá allt að Hreðavatni. Þaðan
liggur mislægið vestur í Langavatnsdal
og að Hítarvatni og þaðan út Fagra-
skógarfjall og Kolbeinsstaðafjall (2.
mynd). Best sést mislægið í ofanverðum
Borgarfirði og í Langavatnsdal. I
Norðurárdal i Borgarfirði eru jarðlögin
lárétt í andhverfuásnum en hallinn
eykst stöðugt er frá honum dregur, uns
komið er að Hreðavatnssetlögunum.
Þar er hallinn orðinn 10—30° SA. Ofan
setlaganna er hallinn aftur á móti aðeins
5—7° SA, þ. e. jarðlögin ofan set-
laganna leggjast mislægt á þau sem
undir eru. Jarðlögin sem eru neðan set-
laganna hafa því snarast áður en þau
runnu sem ofan á eru. í gili Brekkuár í
Norðurárdal er afbragðs snið í gegnum
mislægið (3. mynd). Undir Hreða-
vatnssetlögunum þar eru basalt hraun-
lög sem hallar 10—15° SA. Áður en
setlögin settust til hafa roföflin verið af-
kastamikil og náð að mynda rofsléttu
líkt því sem er á Mýrunum í dag.
Klettaásar hafa stefnt NA-SV og mýra-
sund verið á milli þeirra. Þessi gömlu
jarðlög eru allmikið ummynduð og
miklum mun meira en þau lög sem ofan
við setlögin eru. Af þessu verður að
draga þá ályktun, að roföflin hafi skafið
nokkur hundruð metra ofan af upphaf-
legum jarðlagsstafla áður en setlögin
mynduðust. Ofan á þessi snöruðu jarð-
lög leggjast svo Hreðavatnssetlögin.
Neðst, í slökkunum milli ásanna sem
fyrir voru (sbr. 3. mynd), er silt- og
sandsteinn með völum og hnullungum,
en ofar tekur við silt- og sandsteinn með
plöntuleifum sem bera merki um mun
hlýrra loftslag en nú er (Schwarz-
bach 1956). Efst er móbergsset. I því eru
einnig plöntuleifar. Það er að uppruna
vikur og aska en hefur flust með vatni
3. mynd. Rissmynd
af Hreðavatnsmislæg-
inu við Brekkuá í Norð-
urárdal Borgarfirði. —
Schemalic section across the
Hredavatn unconformity al
Brekkuá in Norburárdalur
in Borgarfjördur.
SKÝRINGAR / LECEND:
ps//'._/q 6.5-7.0 m. ára gamalt basalthraunlag. Bólstrakennt neðst; miðjan
IUÍvjJ reglulega stuðluð og stárstuðluð; efst kubbabergstuðlun.
6. 5 —7.0 m.y. oid bosolt lava f/ow. Bottom: pillowlike bodies;
centre part: regu/ar co/umnar jointing; top: two-tiered
coiumnor jointing.
[y * <“| Móberg með steingervingum.
k < * Xl Hyaiociastite (redeposited, inciuding plontfossi/s).
j Silt-og sandsteinn með steingervingum
Fossiiiferous siit - ond sondstone.
Silt- og sandsteinn með völum og hnullungum.
7 á;- v;J Siit - and sandstone with bouiders
12-13 m. a'ra gbmul basalthraunlog.
/2-/3 m.y. oid boso/t iava fiows.
16