Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 10
2. mynd. Birkihrísla sem orðið hefur illa úti — olnbogabarn í gróðurríki Islands.
arnar voru brotnar og allur börkur
flettur af þeim. Fólk þar i sveitinni kunni
frá því að segja, að fyrir 50 árum hefði
þarna staðið hinn fegursti birkiskógur,
sem varla mun nú eiga nokkurn sinn líka
á landinu, svo var hann beinvaxinn og
trén vel fallin til raftviðar og að smíða úr
þeim sleða og hvers konar nauðsynleg
verkfæri . . .
Eggert og Bjarni lýsa aðferðum sem
tíðkuðust við skógarhögg. Þeir segja:
Til þess að gefa hugmynd um skógar-
högg viljum við taka Húsafellsskóg til
dæmis, en hann er einn hinn vöxtulegasti
skógur á íslandi. Flestir Borgfirðingar
sækja þangað við til húsagerðar. Sá hluti
skógar þessa, sem kallast gæti því nafni
eftir erlendri málvenju, er nálægt mílu á
lengd og fjórðungi mílu á breidd, en ef
með er talinn sá skógur sem liggur
sunnan Hvítár er hann miklu víðlendari.
Meðalstór tré í honum eru sex álna há og
handleggsgild. Flest trén eru kræklótt.
Þeir sem höggva i skóginum verða að
gjalda prestinum á Húsafelli fyrir við og
kol. . . . Mönnum er vísað á þá staði sem
höggva má, en allt um það hefur skóg-
urinn eyðst mjög á síðastliðnum hundrað
árum. Sérstaklega hefur honum hnignað
vegna þess að leyft er að höggva hann á
öllum árstímum og menn látnir sjálfráðir
um, hvað höggvið er, hvort heldur það er
ungviði eða gömul tré. Menn sækjast
jafnvel mest eftir ungviðinu, jrví að þeir
halda því fram að það sé betra til kola-
gerðar og þar að auki auðunnarra en
hitt . . .
Sveinn læknir Pálsson, sem var í
rannsóknarferð á Austurlandi árið 1797
lýsir þungum áhyggjum af yfirvofandi
örlögum Hallormsstaðaskógar, sem
hann segir að se einn besti skógur á
landinu. Hann lýsir fyrst staðháttum
þar með fögrum orðum en segir svo:
• • • en svo mun fara um þetta fagra hérað
sem aðrar skógarsveitir á íslandi. Það
verður lagt í örtröð til skammar fyrir
aldna og skaða fyrir óborna.
Alls staðar og þó einkum hjá Hall-
ormsstað og innst í dalnum blasa við
hryggileg verksummerki. Hin fegurstu
4