Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 43
og þétt síðan með aukinni byggð og var
orðin veruleg um og eftir 1960. Nú fellur
í ána skólp frá um 700 manna byggð.
Nokkuð af skólpinu fellur í ána neðan
við Syðri-Reyki og í Suðurá, en mest af
því blandast ánni neðan við Vestur-
landsveg, en það er skólpið frá Reykja-
lundi og Teiga- og Markholtshverfum.
Þegar Hitaveita Reykjavíkur hóf bor-
anir eftir heitu vatni í Reykjadal árið
1933 og flutning þess til Reykjavíkur,
var komið upp dælustöð við Varmá.
Heitu vatni hefur síðan verið veitt i ána
öðru hverju og stafar af því mikil hita-
mengun. Auk ofangreindrar mengunar
hefur Álafossverksmiðjan, sem starfrækt
hefur verið síðan 1896 (Birgir H.
Sigurðsson 1977), hleypt öllu frárennsli
sínu beint í ána. Við ullarþvott notar
gamla verksmiðjan á hverjum sólar-
hring unt 245 kg af þvottasóda
(NaHC03), 43 kg af súlfúrsápu og 2
lítra af ediksýru og nýja verksmiðjan unt
40 kg af þvottasóda, 3 kg af súlfúrsápu
og 1 lítra af ediksýru (Ernst Hemming-
sen munnl. uppl.). Almennur landbún-
aður er stundaður í Mosfellssveit, en
einnig er þar talsverð alifuglarækt og
garðyrkja.
Varmá í Ölfusi á upptök sín á
Hengilssvæðinu. A því svæði nefnist
hún Hengladalsá, og renna í hana
Reykjadalsá, Grænadalsá og Sauðá, og
nefnist hún Varmá neðan Sauðár (2.
mynd). Rennur hún í gegnum Hvera-
gerði og sameinast Þorleifslæk áður en
hún rennur í Ölfusá. Hún er um 25 km
löng og vatnasvið hennar um 55 km* 2.
Hún dregur nafn sitt af heitu vatni sem
rennur í hana á Hengilssvæðinu og í
Hveragerði. Rennsli hennar er að
meðaltali um 2,2 m3/sek, en er breyti-
legt, meðalhámark um 10 m;i/sek og
2. mynd. Varmá í ölfusi og þverár. Sýni á
stöövum 1—6 voru tekin 4. 10. 1977 og á
stöðvum A — G 9. 11. 1979. Skyggð svæði:
þéttbýli, brotalínur: þjóðvegir. —A maþo/R.
Varmá in Ölfus and its tributaries. Stations 1 — 6
sampled on 4 Oct. 1977 and A—G on 9 Nov.
1979. Shaded: Densely pofmlated areas.
meðallágmark um 0,5 nv'/sek (uppl. frá
Vatnamælingum Orkustofnunar).
Byggð hófst í Hveragerði 1929, þegar
3 hús voru reist við Varmá (Þórður Jó-
hannesson munnl. uppl.). Á styrjaldar-
árunum jókst byggðin og voru um 400
37