Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 4
klórkolefnissambönd ('l’ask Force on
PCBs 1972).
Þegar kom franr unr 1975, þótti ljóst,
að í smjörsýnum væri magn alfa-ísómers
hexaklórcýklóhexans meira en búast
mætti vió vegna notkunar í landbúnaói
og garðyrkju hér á landi. Lék strax
grunur á, að um aðkonrna mengun væri
að ræða. Voru því næst tekin lil sam-
anburðar fitusýni af hreindýrum, sent
cins og kunnugt er halda sig einkum í
óbyggðum, og leitað að klórkolefnis-
samböndum í þeim. í þessum sýnum
var einungis alfa-ísómer hexaklórcýkló-
hexans, svo og hexaklórbenzen og
PCB-efni. Var sú ályktun dregin af
þessum rannsóknum, að mengun af
völdum fyrrnefndra efna væri fyrst og
fremst aðkomin og hefðu efnin borist
hingað mcð lofti frá öðrum löndum
(Jóhannes Skaftason & Þorkell Jó-
hannesson 1979b). Til að afla frekari
upplýsinga um mengun þessa var
ákveðið að taka til rannsóknar silunga
úr nokkrum vötnum og einkum þar,
sem silungur er staöbundinn. Sýnum
var safnað á árunum 1977- 1979ogeru
niðurstöðutölur birtar hér á eftir.
1. mynd.
Kort af fslandi, er sýnir legu sex stöðuvatna og fjögurra vatnsfalla (sbr. texta). Auk þess er
lega Reykjavíkur og Akureyrar sýnd. — Fig I. — Maþ of lcelandshowing the localion of six lakes
and four nvers (cf. text). The capital lown Reykjavík and Akureyri are also þlotted on the maþ.
98