Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 24
það hæg að ólíklegt má teljast að hún valdi nokkurs staðar umtalsverðri salt- mengun í lindavatni eða borholum. SJÁVARSELTA í JARÐHITA- VATNI I borholum á Suðurlandi allt frá Ölf- usi og austur undir Eyjafjöll verður vart seltu í jarðhitavatni. Seltan viröist af hafrænum uppruna, hins vegar er nokkrum vandkvæðum bundið að skýra hvernig sjór hefur náð að blandast jarð- hitavatninu, sem komið er djúpt úr jörðu og kemur til yfirborðsins fjarri strönd. Líklegasta skýringin er sú, að sjór hafi náð að metta eða menga mjög berggrunn Suðurlandsundirlendisins á þeim tímaskeiðum sem liann hefur legið yfir því, þ. e. í lok jökulskeiða. Salt- mengunin i vatninu stafar þvi af hæg- fara útskolun sjávar úr berggrunninum. Samkvæmt því ætti hún að fara minnkandi með timanum. I borholum og hverum á annesjum landsins hefur víða orðið vart salt- mengunar. Má þar nefna staði eins og Alftanes, Seltjarnarnes, Akranes, Reykjanes við Isafjarðardjúp að ógleymdum Reykjanesskaga. Þarna mun seltan ckki stafa af útskolun á gömlum sjó úr bcrginu, heldur af inn- troðslu sjávar frá strönd djúpt niður i jarðlögin. Seltan hefur jafnan verið til óþurftar þar sem þclta vatn hefur verið notað í hitaveitur vegna ta'ringaráhrifa hennar. í Hitavcitu Suðurnesja í Svartsengi er t. d. ekki ha'gt að nota jarðhitavatnið bcint hcldurer það látið hita upp kalt ferskt vatn, sem síðan er notað i hitaveituna. Við þetta tapast mikil hitaorka. ,\ Reykjanesi hefur salt- ið hins vegar efnahagslega þýðingu þar sem unnin eru ýmis sölt úr jarðsjónum. Þcss misskilnings hefur stundum gætt nú í seinni tíð, að saltsuða sú sem stunduð var hér fyrr á öldum t. d. á Reykjanesi \ ið ísafjaröardjúp, hafi verið eiming jarðsjávar. Svo var ekki heldur var jarðhitinn notaður til að eima sjó. Það er nánast rcgla, að þar sem hverir og laugar koma upp i eyjum við landið er vatnið sjávarmengað. Svo cr um jarðhitavatn víða i Brciöafjarðareyjum og í Hrísey á Eyjafirði. Tvívetnismæl- ingar benda til þess, að þetta vatn sé komið ofan af landi og hafi sigið um berglög eða set sjávarbotnsins. Það liggur nánast í augum uppi, að vatnið hlýtur að komast í snertingu við sjó í jarðlögum sjávarbotnsins. Mynd 1: Hér getur að lita hvernig jarðsjór gengur inn undir vestasta hluta Reykjanesskaga. Dýptarlinurnar sýna dýpið niður á hann rniðað við sjávarmál. Dýptarlínur á jarðsjó eru dregnar skv. Jóni Ingimarssyni og Jónasi Elíassyni (1980). Ofan á jarðsjónum flýtur linsa af fersku vatni sem þykknar inn til lands og það er þungi hcnnar sem sveigir jarðsjávarborðið niður. Þverskurðarmyndin sýnir þetta best. Hún sýnir einnig lóðrétt hingstreymi jarðhita- vatns undir háhitasvæðinu í Svartsengi. Fig 1: Here is shown how the sea has mvaded the stratapile in the weslernmost part of Reykjanes peninsula S W Iceland. The contours give the depth to the sea water according to sea level (Ingimarsson and Eliasson 1980). A fresh waler lens floats on the subterranean sea and becomes thicker inland. Its load makes the concave form of the sea waler level. The cross section gives mdicahon of this. It also shows the convection fíow of thermal water beneath the Svartsengi high lemperature area. 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.