Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 30
V
>
1. mynd. Lengd hlutar í kyrrstöðu er 10, en lengd sama hlutar á hraða v er 1 P Til dæmis er
bíllinn til vinstri á myndinni 6 m langur í kyrrstöðu en væri hann á 15.000.000 km/klst hraða
sýndist hann vera 3 m langur. I jöfnunum táknar v: hraða hlutarins, c: hraða ljóssins, 1,,og 1,
lengd hlutarins eins og hann virðist vera á mismunandi hraða.
burðar. Ef maður hleypur í átt að okkur
og liendir til okkar bolta hefur boltinn
nteiri hraða en væri honum kastað úr
kyrrstöðu. Ljóshraðinn er hins vegar
hinn sami, hvort scm ljósgjafinn hreyfist
í átt til okkar eða ekki.
Tveir atburðir, sem gerast samtímis
hér á jörðu, þurfa ekki endilega að vera
samtímaatburðir séðir úr geimskipi, sem
Jjýtur fram hjá á ógnarhraða. Ef 6 mctra
langur bíll ckur með 15 milljón kíló-
metra hraða á klukkustund virðist hann
ekki nema 3 metra langur (1. mynd).
Þessi fyrirbæri og ýntis áþekk hafa verið
sannprófuð rækilega í tilraunum. Þau
koma okkur þó lítið við i daglegu lifi,
þar eða þeirra gætir ekki fyrr en við
hraða , er nálgast ljóshraðann. Væri
ljóshraðinn óendanlega mikill, hyrfu
þessi fyrirbæri, og allar jöfnur afstæðis-
kenningarinnar yrðu hinar sömu og
jöfnur klassískrar eðlisfræði, en svo
nefnist sú eðlisfræði 19. aldar manna
sem nú er kennd í gagnfræða- og
menntaskólum.
SKAMMTAFRÆÐIN
Næst beinum við sjónum okkar að
nokkrum fyrirbærum i náttúrunni, sem
skammtafræðin útskýrir. Eátum ljós
með öldulengd L skina á atóm mcð
ákveðna orku E0 (2. mynd). ímyndum
okkur, að atómið taki til sín orku úr
Ijósinu. Þá er sagt, að atómið komist í
örvað ástand. Sé orka örvaða atómsins
E| hefur atómið tekið til sín orkuna
EE0úr ljósinu. Skammtafræðin segir,
124