Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 31
og tilraunir sýna, að orkumismunurinn E,—E0 er œtíö heilt margfeldi af ákveðnum orkuskammti. Stærð orkuskammtsins ræðst af öldulengd ljóssins. I’essu er lýst með jöfnunni E,—E0 = nch/L Hér er n einhver heil tala, c er ljóshrað- inn og h er föst tala sem kennd er við Max Planck, afa skammtafræðinnar. I framhaldi af þessu sjáunt við, að eðlilegt getur verið að lita á ljós með öldulengd L sent straum lítilla agna með orku ch/L. Önnur aðalniðurstaða skammta- fræðinnar er óvissulögmálið: Ókleift er að ákvarða samtímis, og með fullri nákvœmni, hraða og staðsetningu hluta. Tökum sent dæmi ögn með massa m. Látum Ax vera óvissuna i staðsetningu agnarinnar og Av óvissuna í hraða. Þá gildir ójafnan (Ax)(Av)> föst tala = h/4 77m Hér er 7T hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Ef við þekkjum stað- setningu agnarinnar ntjög vel er Ax öt'- smá tala, svo að A v getur ekki verið mjög lítil. Ef Ax = 0, lilýtur Av að vera óendanlega stór tala og þá vitum við ckkert um hraða agnarinnar. I daglegri reynslu verðunt við þó aldrei vör við jtær skorður, sein óvissu- lögmálið reisir okkur, vegna örsmæðar tölunnar h. Sé lengd mæld í metrum, hraði i metrum á sekúndu og massinn m i kilógrömmum, jtá er h = 6 X 10 Ef við ímyndum okkur h = 0, er enginn munur á skammtafræði og klassískri eðlisfræði. Þótt afstæðiskenning og skammta- fræði kunni að virðast fjarlægar og snerti hvorki brauðgerð né brúarsmið, eru jtessar fræðigreinar jtó öndvegissúl- ur tækni og vísinda samtímans. Til dæmis væru örtölvur og kjarnorkuver óhugsandi án skilnings manna á skammtafræði og afstæðiskenningu. SKAMMTASVIÐSFRÆÐI Við lýsingu á litlum hlutum, sem hreyfast rnjög hratt þarf að beita bæði afstæðiskenningu og skammtafræði. Eðlilegt er því að leita að einni heil- steyptri kenningu, er setur |:>ær undir sama hatt. Hin sameinaða kenning Ljós /VWWAA^> /WVWW> /WVWWi> Öldulengd L Orka E, n - hei/ tata c - nhc Li Lo' /_ h = ta/a P/ancks 2. mynd. Ljós með öldulengd L skín á atóm sem hefur orkuna E(). Atómið tekur til sín orku úr ljósinu og kemst þá i örvað ástand með orku Ej. 125

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.