Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 33
5. mynd. Svona hugsa menn sér árekstur tveggja rafeinda. Hlykkjóttu línurnar tákna brautir
ljóseinda, sem rafeindir geta sent á milli sín á ýmsa vegu.
Krafti milli tveggja öreinda er lýst
með enn öðrum ögnum, sem öreindirn-
ar senda á milli sín. Til dæmis skiptast
rafeindir á ljóseindum. Rangt er að
imynda sér árekstur tveggja öreinda
sem árekstur tveggja litilla bolta. Þegar
tvær rafeindir A og B nálgast, er réttara
að hugsa sér atburðarásina eitthvað á
Jsessa leið: 1) Rafeind A sendir frá sér
ljóseind og breytir um stefnu og hraða.
2) Rafeind B gleypir ljóseindina og um
leið raskast braut hennar af völdum
skriðjDunga ljóseindarinnar (5. mynd).
Þetta ferli getur svo endurtekist. Á leið-
inni milli rafeindanna getur ljóseindin
umbreyst í tvær rafeindir, sem síðan
verða aftur að ljóseind. Óendanlega
margir ntöguleikar eru fyrir hendi og þá
veröur alla að taka með í reikninginn.
Imyndum okkur, að við getum
sparkað í rafeind með miklu afli. Þá
öðlast rafeindin hreyfiorku, sem sam-
kvæmt jöfnu Einsteins getur oröið að
fleiri rafeindum. Við vitum Jdví yfirleitt
ekki nákvæmlega liværsu ntargar ör-
eindir eru fyrir hendi við gefnar að-
stæður.
KVARKAR
Lengi héldu menn, að atóm væru
smæstu agnir efnisins, en snemma á
öldinni kom í ljós, að atóm eru gerð úr
rafeindum, er sveima í kring um lítinn
og Jxmgan kjarna. Kjarninn inniheldur
tvenns konar agnir, er nefnast nifteindir
og róteindir (6. mynd). Á allrasíðustu
árum hefur sú tilgáta þótt liklegust, að
nifteindir og róteindir séu gerðar úr enn
smærri ögnum, raunverulegum öreind-
unt, sem hlotið hafa heitið kvarkar. Eitt
helsta verkefni skammtasviðsfræðinnar
um Jsessar mundir er að útskýra hegðun
kvarkanna. Þeir hafa þá einstöku nátt-
úru að vera ætíð saman tveir eða fleiri í
hóp. Ókleift hefur reynst að einangra
127