Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 38
Ingólfur Davíðsson:
Gróðurathuganir á girta svæðinu
við Geysi í Haukadal 1960—1980
I. GROÐURFAR 1960
SvæðiA umhverfis hverina í Hauka-
dal var girt og friðað árið 1954. Land-
stærð innan girðingar er 15.3 ha. Á
þessu svæði eru Geysir og Strokkur og
ennfremur Blesi. Fata, Óþerrishola o. fl.
liverir og sjóðandi pyttir. Landið er
skellótt yfir að líta; skiptast á grænir
blettir og Ijósar skellur af hveraleir.
Blákolla, l^lóðberg og smári mynda
bláa, rauða og hvíta smádíla hér og
hvar, einkum þar sem jarðyls gætir að
mun. Ofan til ber talsvert á nær gróð-
urlausum, rauðleitum melhryggjum,
þar er land blásið og yfirborðið líklega
blandað járnsamböndum. Ofan af
Laugafjalli að sjá virðist rúmlega helm-
ingur lands innan girðingar ú hverasvæðinu
við Geysi grænn og gróinn og er gróð-
urinn augljóslcga í sókn. Undirritaður
athugaði nokkuð gróðurfarið þarna
dagana 6. og 7. júlí 1960 og fcr hér á cftir
yfirlit um þá athugun.
A. Grasblettir. Rétt innan við hliðið er
dálítill grasblettur þar sem mest ber á
lingrösum og vallarsveifgrasi. Strjálla
vaxa túnvingull, sóley, smári, silfur-
mura, skarifífill, græðisúra, kornsúra,
hundasúra, vegarfi og lokasjóður. Víða
ber mest á skriðlíngresi, og er mikið af
sóley innan um grasið.
í fjærsta liorni girðingarinnar eru að-
algrösin túnvingull, blávingull og ilm-
reyr. Innan um vaxa bugðupuntur,
vallhæra, reyrgresi, bláberjalyng á
bletium, grávíðir og fáeinir lágir loð-
víðibrúskar, hrútaberjalyng, vallelfting,
klóelfting, gulmaðra, krossmaðra og
hvítmaðra. Hér er mikið meira gras
innan girðingar en utan og verulegur
sinuþófi. Neðar út við girðinguna tekur
við allbreið rönd með bugðupunti, vall-
hæru, axhæru, ilmreyr, loðvíði, klóelft-
ingu, bláberjalvngi, krækilvngi, ljóns-
löpp, krossmöðru, gulmöðru, túnvingli,
sauðvingli, rjúpnalaufi, kornsúru,
þursaskeggi, móasefi, blóðbergi, friggj-
argrasi og neðan til allmiklu vallar-
sveifgrasi. Beitilyng sésl aðeins. Er þetta
allblandað gróðurlendi. Neðan lil er
röndin mun rakari og grösugri með
miklu vallarsveifgresi, túnvingli og lín-
gresi. Þar sjást einnig fjalladalafífill og
mýradúnurt.
B. A holti, skammt frá hliði, eru aðal-
jurtir blábcrjalyng, krækilyng, og
strjálla friggjargras, vallhæra, axhæra,
túnvingull, sauðvingull, brönugrös, ís-
landsfífill, fjalldrapi og beitilyng. Á
öðru holti i grennd ber meira á vall-
hæru, axh'æru, krækilyngi, kattartungu
Náttúruíræðingurinn, 51 (3), bls. 132—140, 1981
132