Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 41
1. mynd er tekin nálægt hliðinu, upp eftir svæðinu 20. júli 1976. í forgrunni er hveraleir, grasblettir og gróðurtoppar. Birkiþyrpingar og birkibelti langt uppi við girðingu undir blásinni hlíðinni. Franskir menn vinna við að kvikmynda þarna á jarðhitasvæðinu. hveraleirskellurnar eru sérkenni á svæðinu og auka tilbreytni þess. C. Neðantil á svœðinu eru gamhr móa- blettir sums staðar gráflekkóttir af loð- víði, sem viðast er enn nær jarðlægur, en margir runnar hné háir og sumir hærri. Runnarnir breiðast út og ber stöðugt meir og meir á víðinum gráa og loðna. Einstöku gulvíðibrúskar sjást á stangli. í móunum vex annars bláberja- og krækilyng og einnig beitilyng á blettum, en lítið er um sortulyng; grámosi vex á þúfnakollum hér og hvar, fjalldrapi á stöku stað. Stöku blettir cru vaxnir þursaskeggi og móasefi og blágresi prýðir hér og hvar, ásamt jakobsfífli, friggjargrasi og fjalldalafifli. Á þremur fjalldalafíflum óx annað blóm á stuttum stilk upp úr eldra blóminu, en það er fágætt fyrirbrigði. D. A deiglencLisbletli neðst og fjærst í girðingunni vaxa mýrastör, hrossanál, klófífa, belgjastör, maríustakkur og hrafnaklukka, og laugadepla vex í laugavætlu. E. Re'tt hjá eru gróskulegar blómabrekkur, þar sem hárdepla vex, auk áðurnefndra blóma. Bugðupuntur er algengur á svæðinu, mikil vallelfting, língresi og vallarsveif- gras innan um birkið. Fáeinar njóla- plöntur eru á svæðinu og breiðist njól- inn heldur út i rökum farvegum. Þá eru nokkrir þistlar sestir að í röku leirflagi. 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.