Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 42
IV. ATHUGUN 19. OG 20.JÚLÍ
SUMARIÐ 1976
A. Ljósgráu hoeraleirski'llurnar neest hlið-
inu blasa enn vift en meira ber á gróðri
neftan til á svæðinu og er þar mikið
litaskrúð. Blárauðir blettir af blóðbergi
og blákollu skiptast á við hvítar smára-
og krossmöðrubreiður, en skarfífill legg-
ur til gula litinn og silfurmura hinn gráa
og vex alveg að jarðhitanum. Ögn fjær
er svo grænt af grasi, einkum skriðlín-
gresi og vallarsveifgresi, en hvit og gul-
flykrótt innanum af krossmöðru og gul-
möðru sem standa upp úr grasinu hcr og
þar. Víða gnæfa íslandsfíflar yfir með
3—8 gular körfur á stöngli, cn bláberja-
og krækilyng vaxa sums staðar innan-
um.
B. Meira og meira ber á gráum loð-
víðihrúskum í fjærsta horni girðingarinn-
ar, þeir hækka og verða meiri um sig.
Arið 1960 lá loðvíðirinn alvcg flatur við
jörð, cn hefur nú sums staðar náð hné-
hæð og einstaka hríslur mittishæð.
Skurfa vex sums staðar líkt og hvítar
stjörnur, og gulbrá hér og þar. í röku
leirflagi vex nú pistill og breiðist út ná-
lægt norðvestur horni girðingarinnar;
sumir þistlarnir eru að fara í blóm um
50 cm háir. Fimm alaskaaspir cru farnar
að teygja úr sér, neðan við birkilund
lítinn. I hinum ryðrauðu leirmela-
brekkum ofantil i girðingunni er nú
sums staðar orðið gulflekkótt af brenni-
sóley og blóðberg þekur þar smábletti. A
strjálingi vaxa holurt, smjörlauf, gull-
mura, hæra og blásveifgras, en í melkolli
hundasúra, skammkrækill, burnirót og
hreindýramosi. Silfurmura (tágamura)
teygir renglur sínar út á rök flög, og
mýradúnurt breiðist út. Gleymmérei
er hér og hvar. Efst í girðingunni og á
þúfnakollum neðar vex dálítið af grá-
mosa, en laugadepla og mikið laugasef
er við jarðhitann. Njóli vex á strjálingi
og mikið bcr víða á vallhæru. Hinar
ryðlitu brekkur hafa fyrrum verið þakt-
ar jtykkri jarðvegstorfu, jtað sýna
stabbar hér og hvar og rofbakkar, jrar
sem gras- og lynglendi byrjar. A jtúfum
ber víða mikið á ljónslappa, elftingu,
ilmreyr, vallhæru, túnvingli, holtasóley,
móasefi og jtursaskeggi. Gráleit silfur-
mura fer vel saman við bláblómgaða
mýradúnurt á jarðhitasvæðum og \ iðar.
Birkið í birkibeltunum er nú orðið 1—3
m á hæð, viða um mannhæð; jtað virðist
þrífast vel og er farið að sá sér og ber
töluvert á jtví. Þó er enn opin útsýn til
ryðlitu brekkanna og fjallsins; ,,enda vil
ég ekki missa jrá útsýn“ segir Sigurður
Greipsson eftirlitsmaður svæðisins. Inn-
an um birkið er mikið um elftingu, ilm-
reyr, língresi og krossmöðru, og reyrgresi
vex á stangli.
I skjóli við birkibeltin, nálægt
Strokki, hefur verið komið fyrir nokkr-
um lágurn, sterklegum bekkjum, og sitja
|tar oft margir ferðamenn í skjóli og
horfa á gos Strokks. Hann gýs alltaf með
stuttu millibili, stundum allhátt og fal-
lega. Geysir bærir aftur á móti sjaldan á
sér núna. Menn dást einnig að Blesa
nteð sín tvö djúpbláu augu. Nýr leirhver
kom frant sl. vetur (1975—1976), en
Sigurður Greipsson telur að varla rnuni
myndast fleiri, og gaf honum því nafnið
„Amen“.
Mjög mikill munur er orðinn á gróðri
innan girðingar og utan, allt miklu
sneggra utan við. Nokkuð ber á |tví að
gestir fleygi bréfi, dagblöðum, sælgætis-
og sígarettuumbúðum o. fl. rusli, á frið-
aða svæðinu einkum nálægt aðalhlið-
inu. Þó ber minna á því en áður og
136