Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 49
Ritfregnir ICELAND AND MID-OCEANIC RIDGE Undir þessu nafni gefur Rannsóknarráð Rikisins út nokkrar skýrslur um rannsóknir sovétskra jarðvísindamanna á Islandi og nálægum hafsvæðum. Rit þessi voru gefin út á rússnesku árið 1977 og er það mikill akkur að fá þau nú á ensku og þar með aðgengileg flestum. Skýrslurnar hafa undirfyrirsögn er greinir frá meginefni hverrar skýrslu. Hér á eftir verður getið tveggja fyrstu skýrslnanna og vcrður þeirra síðan getið jafnóðum og þær koma út. ICELAND AND MID-OCEANIC RIDGE, STRUCTURE OF THE OCEAN FLOOR 333 bls. alls (fjölrituð) Rannsóknaráð Rikisins, Reykjavik 1980 það hefti, sem hér er til umræöu, fjallar um niðurstöður rannsókna á gerð hafs- botnsins milli Grænlands og Evrópu, eink- um á svæðinu milli Islands og Jan Mayen. Verkið er einkum grundvallað á þeim jarð- og jarðeðlisfræðilegu gögnum, sem safnað var á rannsóknarskipunum Akadcmic Kurchatov og Mikhail Lomonosov á árun- um 1971—73. Rannsóknaraðferðir voru margvislegar, enda eru um þrjátíu höfundar skrifaðir fyrir ritinu. Segul- og þyngdarsvið var mælt, gerðar endurkastmælingar (set- þykktarmælingar), bylgjubrotsmælingar, bæði djúpar og grunnar, og varmaflæði mælt. Botnsýnum var safnað, bæði grjóti og setkjörnum, og lofttegundir i seti og í sjó greindar. Ljóst er að hér er komiö allmikið safn forvitnilegra gagna, gagnlegt framlag til könnunar þessa svæðis. Þó má segja að t. d. flest jarðcölisfræðilegu gögnin jafnist livorki hvað varðar magn né gæði á viö önnur gögn af svæðinu, sem nú eru kunn. Hafa ber i huga að mælingar þessar voru framkvæmdar fyrir tiu árum, og fyrst birtar fyrir fjórum, og það rýrir gildi verksins sem frantlags til umræðu dagsins í dag. Bókin er i raun safn sérhæfðra greina, þar sem hver kafli segir frá niðurstöðum ákveð- innar rannsóknaraðferðar, frckar en reynt sé að varpa ljósi á hvert jarðfræðilegt fyrirbæri með hjálp allra tiltækra gagna. Af þessu leiðir að varla er hægt að finna neina sam- eiginlega niðurstöðu þessara rannsókna. Þó leitast Gleb Udintsev, foringi hópsins, við að setja fram heildarmynd af gerð og jarðsögu jiessa sva^ðis. Mesta athygli vekur hversu tregur hann er, og reyndar meirihluti höf- unda, að viðurkcnna botnskriðskenninguna alþekktu. Það þykir okkur unglingum, sem aldir eru upp við þá „hefðbundnu" hcims- mynd, jaðra viö glannalega framúrstefnu. Kenning þeirra er sú, að undir öllu Norð- ur-Atlantshafinu sé forn meginlandsskorpa, mismikið sigin i sæ. Sig þetta veröur vegna þess að jarðskorpan ést upp neðanfrá og ummyndast um leið í úthafsskorpu. Þó er gert ráð fyrir að nokkur gliðnun hafi átt sér stað, og þá helst á sprungukerfi rekhryggj- anna á hafsbotni, en minnst á Island. Sumir höfundanna virðast þó vera hallir undir botnskriðskenninguna, einkum þeir sem standa föstum fótum i túlkun jarðeðlis- fræðilegra mælinga. Undirrituðum finnast þau rök, sem færð eru gegn botnskriði heldur haldlaus, enda er víða fariö frjálslega og ónákvæmt meö stað- reyndir, t. d. aldursgrciningar. Nokkuð er að ritvillum í bókinni, og einkum eru þær bagalegar þegar slíkt bitnar á tilvitnunum og tölum. Þá mætti útdráttur hafa fylgt, en hann er aö finna í frumútgáf- unni. Nöfn höfunda vantar á titilblaö og kápu, en það er til óþurfta við tilvitnanir og skráningu. Blaðsíður bókarinnar eru núm- Náttúruíricðingurinn, 51 (3), bls. 143—144, 1981 143

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.