Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 8
lauk hann árið eftir og fjölluðu prófrit- gerðir hans um skrið og afrennsli Hof- fellsjökuls og um jökulstífluð vötn á íslandi. Öll sumur fram að fil. lic-prófi, frá því hann hóf nám í Stokkhólmi vann hann að jarðfræðirannsóknum. Sum- arið 1933 var hann við jöklarannsóknir í Lapplandi. Vorið 1934 kom hann heim til íslands og rannsakaði um- merki Grímsvatnagossins og hins mikla Skeiðarárhlaups, en er hann kom á vettvang var gosið um garð gengið. Þar með var áhugi hans á Vatnajökli vakinn. Síðar um vorið var hann staddur á Akureyri einmitt um þær mundir sem jarðskjálftinn mikli varð á Dalvík í byrjun júní 1934. Hann kom fljótt á vettvang og athugaði af- leiðingar skjálftans, en mikið tjón varð af völdum hans. Um jarðskjálft- ann á Dalvík ritaði hann sína fyrstu vísindaritgerð, sem kom út 1937. Þetta sumar tók Sigurður að huga að öskulögum frá eldstöðvum í ís- lenskum mómýrum, í upphafi vegna þess að fyrir áeggjan von Posts ætlaði hann að rannsaka gróðurfarssögu nú- tímans á íslandi með frjógreiningu. í grein í Náttúrufræðingnum 1934, sem nefnist Mýrarnar tala, gat liann ein- mitt um hugsanlegt notagildi öskulag- anna við jarðfræðilegar rannsóknir. í sama árgangi þess rits var einnig grein eftir Hákon Bjarnason, síðar skóg- ræktarsjóra, um öskulög í íslenskum jarðvegssniðum. Nokkur næstu sumur unnu þeir Hákon og Sigurður sam- eiginlega að öskulagarannsóknum og birtu grein saman um árangur rann- sóknanna í Geografisk Tidsskrift 1940. Hákon helgaði sig síðan skógræktinni með svo góðum árangri að lengi mun sjást, en Sigurður hélt öskulagarann- sóknum áfram. Sumurin 1936—38 tók Sigurður þátt í sænsk-íslensku Vatnajökulsrann- sóknunum undir stjórn þeirra Hans W:son Ahlmanns og Jóns Eyþórs- sonar. Hann ritaði með þeim um nið- urstöður rannsóknanna, sem líklega eru enn ítarlegustu samfelldu jökla- rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér- lendis, þótt þær fjölluðu aðeins um suðausturjökla Vatnajökuls. Urðu niðurstöður rannsókna þeirra mjög kunnar meðal jöklafræðinga. Sumarið 1939 tók Sigurður þátt í samnorrænu fornleifarannsóknunum í Þjórsárdal. Beitti hann þar öskulaga- fræði sinni og var það í fyrsta skipti sem öskulög voru notuð sem hjálpar- tæki við slíkar rannsóknir. Hann tók einnig sýni til frjógreiningar og notaði síðan niðurstöður þeirra með öðru til aldurssetningar öskulaga. Þar fann hann t.d. öskulag Vlla og b, sem hann taldi hafa fallið rétt áður en gróður- farsbreytingarinnar við landnám tók að gæta í Þjórsárdal. Þetta er hið þekkta „landnámslag" og nú talið fall- ið á landnámsöld, líklega um 900. Byggð í Þjórsárdal hefur því hafist nokkru síðar en í lágsveitum. Efniviðurinn, sem hann safnaði í Þjórsárdal, varð síðan meginundir- staðan í doktorsritgerð hans, sem hann varði við Stokkhólmsháskóla 1944. í ritgerðinni innleiddi hann al- þjóðaorðið tefra (tephra) sem sam- heiti á loftbornum föstum gosefnum, en orðið er komið úr bók Aristotelesar „Meteorologica“. Þegar ösku- eða gjóskulög eru notuð í jarðfræðilegu tímatali nefndi hann fræðigreinina tefrokronologiu. Þessi bók Sigurðar er nú „klassískt“ rit um öskulagafræði. Síðla vetrar 1945, í stríðslokin, komst Sigurður flugleiðis til Bretlands og þaðan með skipi heim, enda mun honum hafa þótt þessi samfellda dvöl í Svíþjóð nógu löng. Þegar heim kom fékk hann starf sem sérfræðingur við Iðnaðardeild Atvinnudeildar há- 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.