Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 11
Margt mjög nýstárlegt kom í Ijós um gossögu Kötlu sem áður var óljóst eða ekki vitað. Þess var áður getið, að Sigurður hefði tekið þátt í sænsk-íslensku Vatnajökulsrannsóknunum 1936—38 með þeim H. W:son Ahlmann og Jóni Eyþórssyni. Þegar hann kom heim í stríðslokin tók hann á ný upp rann- sóknir á Vatnajökli með þeim Stein- þóri Sigurðssyni og Jóni Eyþórssyni. Beindist athygli þeirra að Grímsvötn- um og einnig að almennum jöklarann- sóknum, m.a. athugunum á ákomu og breytingum á jökuljöðrum. Arið 1950 stofnaði Jón Eyþórsson Jökla- rannsóknafélagið, ásamt mörgum knáum jökla- og ferðagörpum. Sigurð- ur var í stjórn félagsins frá 1952 sem ritari og varaformaður, en við andlát Jóns Eyþórssonar varð hann formaður þess 1969. Hann var í ritstjórn tímarits félagsins, Jökuls, frá 1957. Sigurður stjórnaði á annan tug rannsóknarferða á Vatnajökul á vegum félagsins og rit- aði rúmlega 50 greinar um ferðir þess- ar og niðurstöður rannsóknanna. Árið 1976 gaf hann út bók um Grímsvötn og Skeiðarárhlaup — Vötnin stríð — og er hún hið merkasta heimildarrit. Er þar saman dreginn mjög mikill fróðleikur um eldsumbrot í Vatnajökli og hlaup undan jöklinum. Sigurður rannsakaði Öræfajökul og jökla frá honum rækilega og þar nýtt- ist honum vel þekking í eldfjalla-, jökla- og öskulagafræði eins og sjá má í ágætri bók um Öræfajökul frá 1958, en sú bók fjallar þó einkum um Öræfa- jökulsgosið 1362. Sigurður tók einnig oft þátt í upp- greftri fornleifa eftir starfið í Þjórsár- dal 1939, og notaði þar öskulagafræði sína og kenndi öðrum aðferðina. Ómetanlegar eru einnig rannsóknir hans á gróður- og jarðvegseyðingu með hjálp öskulaga. Hann sýndi fram á hversu feiknarlega mikið hefur eyðst af grónu landi á íslandi frá því að land byggðist. Rannsóknir Sigurðar hafa stuðlað mjög að því að nú er unnið markvisst að uppgræðslu og stöðvun uppblásturs. Sigurður rannsakaði ýmiss konar frostfyrirbæri víða um land, svo sem flár og fleygsprungunet; einnig berg- hlaup og skriðuföll sem hann aldurs- setti með öskulögum. Loks ber að nefna, að hann mun hafa orðið einna fyrstur til að átta sig á stöðu íslands á heimssprungukerfinu (1965) og þar með mikilvægi landsins í hinni nýju heimsmynd jarðfræðinnar. Sigurður Þórarinsson var mjög glöggur athugandi og rýninn og fund- vís fræðimaður jafnt úti í náttúrunnar ríki sem á ritaðar heimildir. Hann var mikill eljumaður og einstakur vinnu- hestur jafnt við rannsóknir sem við ritstörf. Rit hans og ritgerðir vísinda- legs eðlis urðu nokkuð á þriðja hundr- að talsins. Auk þess skrifaði hann fjölda tímarita- og blaðagreina um ým- isleg efni, svo sem bókmenntir, skáld- skap og dægurmál. Hann ritaði einkar léttan og skýran stíl, jafnt á íslensku sem á ýmsum erlendum málum. Sigurður var afburða fyrirlesari og setti efnið fram einkar Ijóst og lipurt og naut kímni hans sín þar oft vel. Hann kunni vel tökin á notkun mynda og korta til skýringar máli sínu, enda var hann góður ljósmyndari og laginn við að gera kortaefni læsilegt. Sigurð- ur var mjög eftirsóttur sem fyrirlesari jafnt hér heima sem erlendis og kom þar til, að þekking hans á jarðfræði, landafræði og sögu íslands var mjög víðfeðm og svo einnig að orð fór af honurn sem góðum fyrirlesara. Vís- indaleg erindi, sem hann flutti er- lendis, voru um tvö hundruð og hélt hann fyrirlestra erlendis við um 80 há- skóla og vísindastofnanir í öllum 5

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.