Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12
heimsálfum. Sigurður var sem sagt í fremstu röð eldfjallafræðinga og einn frumkvöðla jöklarannsókna og var hann heimsþekktur á þessum sviðum auk öskulagafræðinnar. Fyrir vísinda- störf sín hlaut Sigurður margvíslegan heiður heima og erlendis. Þegar kennsla í landa- og jarðfræði við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands hófst haustið 1968 var Sigurður að sjálfsögðu settur prófessor í þessum greinum og skipaður í em- bættið 1969. Kennsla hefur að mestu farið fram í hinu gamla, og nú orðið alltof þrönga húsi Atvinnudeildar há- skólans sem byggt var 1937. Þar var fyrir nokkur útbúnaður til jarðfræði- kennslu, rannsóknaraðstaða sem byggð hafði verið upp þar allt frá 1946 af Tómasi Tryggvasyni og frá 1960 einnig af Guðmundi E. Sigvaldasyni og undirrituðum. Jarðfræðirannsóknir Atvinnudeildar háskólans (frá 1965 Rannsóknastofnunar iðnaðarins) voru um áramót 1968-69 fluttar á Raunvís- indastofnun háskólans og urðu þær að sérstakri jarðvísindastofu sem síðan hefur eflst mjög að tækjum og mann- afla. Sigurður var þar kjörinn stofu- stjóri og var það síðan og þá um leið í stjórn Raunvísindastofnunar. Hann sat í stjórn Norrænu eldfjallastöðvar- innar frá upphafi 1973 og var honum mjög annt um velgengni hennar. Sigurður var góður kennari og róm- aður af nemendum fyrir víðfeðma fyrirlestra og einkar fræðandi, sem ekki voru bundnir þröngri námsskrá. Hann hafði af miklu að miðla enda fróður vel og hafði víða farið og margt séð. Sigurður var einn brautryðjenda í náttúruverndarmálum hérlendis og tók upp áhrifamikla og sigursæla bar- áttu á því sviði er hann flutti erindi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi haustið 1949 og rakti hve aumleg staða okkar í þessum málum væri, en stór- kostleg spjöll á ómetanlegum náttúru- minjum blöstu þá þegar víða við. Er- indið var síðan flutt í útvarp og birtist í Náttúrufræðingnum 1950. Varð þetta til þess, m.a. fyrir tilstuðlan annars ágæts áhugamanns um íslenska nátt- úruvernd, Eysteins Jónssonar, ráð- herra, að sett var nefnd til að semja lög um náttúruvernd. Sigurður varð einmitt einn nefndarmanna og samdi ásamt Ármanni Snævarr fyrstu náttúruverndarlögin sem síðan voru samþykkt á Alþingi 1956; þau voru síðan endurbætt 1971. Sigurður sat frá upphafi (1956) í Náttúruverndarráði og var þar ötull og ráðagóður og átti drjúgan þátt í að koma mörgum þörf- um málum í gegn. Sigurður var mjög félagslyndur og voru honum því falin margvísleg störf í ýmsum félögum og var áður getið starfa hans í Jöklarannsóknafélaginu, en hann var formaður þess frá 1969. Hann var fyrsti formaður Jarðfræðafé- lags íslands 1966—68, formaður raun- vísindadeildar Vísindasjóðs 1958—78, formaður Hins íslenska náttúrufræði- félags 1950-51 og ritstjóri Náttúru- fræðingsins 1950 og aftur 1952-55. í stjórn Ferðafélags íslands var hann 1957—77, þar af varaforseti 1958—77 og síðasta árið forseti. Norræn samvinna var honum hugð- arefni um langan aldur og var hann formaður Félags íslenskra stúdenta í Stokkhólmi 1937-44. í stjórn Norr- æna hússins var hann frá 1970 og í Norrænu ráðgjafarnefndinni um vís- indi frá 1972. Þá sat hann einnig í stjórnum Norræna félagsins, Sænsk- íslenska félagsins, Rithöfundafélags ís- lands og Stúdentafélags Reykjavíkur. Sigurður unni mjög íslenskri tungu og menningu og hélt hnyttnar ræður og ritaði þarfar ádrepur, þegar honum þótti lágkúran keyra um þverbak. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.