Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 15
Jóhann Sigurjónsson:
Handskutull finnst í Búrhval
(Physeter macrocephalus)
veiddum við ísland
INNGANGUR
Búrhvalsveiðar hafa verið stundað-
ar víða í Norður-Atlantshafi á 20. öld.
Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina
hafa búrhvalir verið veiddir í töluverð-
um mæli með núverandi veiðiaðferð-
um beggja megin Atlantsála (Mitchell
1974, Jonsgárd 1974, 1977). Ennfrem-
ur hafa umfangsmiklar frumstæðar
veiðar verið stundaðar á árabátum við
strendur Azoreyja og Madeira (Knud-
sen 1946, Clarke 1954, 1981) og fáein
dýr munu hafa verið veidd á sunnan-
verðu Karabíska hafinu á undanförn-
um áratugum (Caldwell og Caldwell
1971, Caldwell o. fl. 1971, Price
1983). Útbreiðsla þessara veiða, ásamt
athugunum gerðum á flutningaskipum
á leið um úthafið (t.d. Brown 1958),
hafa sýnt að búrhvalur fer vítt og breitt
um Norður-Atlantshaf.
Við strendur íslands, svo og á öðr-
um kaldsjávarsvæðum Norður-Atlants-
hafsins hafa aðeins veiðst stórir tarfar
(Degerböl 1949, Kapel 1979, Mitchell
1974, Öynes 1957). Við Azoreyjar,
Madeira og Spán hafa hins vegar
veiðst bæði tarfar og kýr, en auk þess
eru á þessum slóðum ung dýr af báð-
um kynjum (Clarke 1956, Aguilar og
Sanpera 1981). Búrhvalir í Norður-
Atlantshafi virðast því fylgja svipuðu
útbreiðslumynstri og greint hefur ver-
ið frá í öðrum heimshöfum (t.d. Best
1979). Meginreglan er sú, að tarfar
með hjarðir kúa (búrhvalur er fjöl-
kvænisdýr) auk ungviðis halda sig á
aðalútbreiðslusvæðinu, sem er í nám-
unda við miðbaug norður á 40.
breiddargráðu. Hópar tarfa (mestur
hluti kynþroska) leita hins vegar langt
norður á bóginn yfir hlýrri mánuðina,
allt norður til Svalbarða, 77°40’N
(Benjaminsen 1970).
Á undanförnum árum hefur vísinda-
nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fengist
við útreikninga á fjölda búrhvala í
Norður-Atlantshafi. Ein meginfor-
senda stofnstærðarútreikninganna hef-
ur verið sú, að aðeins einn stofn búr-
hvala sé í Norður-Atlantshafi (Anon.
1981). Aðeins einu sinni hefur hval-
merki endurheimst í búrhval veiddum
í Norður-Atlantshafi (Mitchell 1975).
Þar var um að ræða tarf, er merktur
var árið 1966 út af ströndum Nova
Scotia (42°12’N, 65°07’V) og veiddist
sjö árum síðar við norðvesturströnd
Spánar (44°10’N, 11°20’V).
Sumarið 1981 fannst handskutull í
búrhval veiddum vestur af íslandi,
sem færir fyrstu sönnur fyrir því, að
búrhvalir hér við land eigi leið um
suðlægari slóðir á Norður-Atlantshafi.
Verður nú nánar vikið að því.
Náttúrufræðingurinn 54 (1), bls. 9—14. 1985
9