Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 26
Mynd 2. Trjábolur í Selsundsvikrinum inn af Selsundi. Bolurinn er af birki, 18 cm að sverleika. — A tree trimk engulfed in the Selsund pumice at Selsund farm. The trunk is of birch 18 cm in diameter. VIKURHLAUP í ÞJÓRSÁ, HVÍTÁ OG STÓRU-LAXÁ Merki um vikurhlaup frá Heklu hafa fundist víðar en við Rangá. Ástæða þess að farið var að gefa þeim gaum voru þykk lög af ljósri, velktri gjósku á Skeiðum og við Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi. Lögin féllu eng- an veginn að þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af þykktardreifingu ljósu gjóskulaganna frá Heklu (sbr. mynd 4 og Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinson 1977), en afstaða þeirra til þekktra gjóskulaga í jarðveginum bentu eindregið til þess að þau væru álíka gömul og gjóskulögin H3 og H4. Sunnan Vörðufells á Skeiðum, milli bæjanna Útverka og Fjalls, eru lágar hólaþyrpingar, Porleifshólar. Hólarnir standa u.þ.b. 5 m upp úr víðáttumiklu mýrlendi, sem þekur Þjórsárhraunið á þessum slóðum. Innri gerð hólanna sést vel í framræsluskurði sem sker þá. Undir meters þykku jarðvegslagi má finna öskulag það sem kallast Land- námslagið og féll snemma á landnáms- öld (Guðrún Larsen 1978). Auk þess er þar tvílitt, brúnt og svart, auðþekkj- anlegt öskulag að finna undir land- námslaginu og finnst það víða um Suðurlandsundirlendi. Það er úr Heklu komið og er nokkru yngra en H3 (sjá nánar lýsingu á jarðvegssniði 6). Undir jarðveginum, sem þessi öskulög eru í, er sérkennileg möl og sandur, sem mynda aðalefni hólanna. 20

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.