Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 53
greinagóðar, stuttar og hnitmiðaðar. Neð-
anmáls í smáu letri er ýmis fróðleikur um
nytjar plöntunnar. Er það mest allt gömul
hjátrú um lækningamátt, en einnig er þess
getið ef plantan nýtist í jurtalitun. Er gam-
an að lesa þetta en sú hugsun læðist að
manni hvort ekki hefði mátt bæta við fróð-
leik unt líffræði plöntunnar líka.
Aftan við flóruna sjálfa er stuttur kafli
um grasnytjar og er hann fróðlegur svo
langt sem hann nær. Þar er nær eingöngu
fjallað um lækningamátt plantnanna og því
lýst hvernig plöntur eru nýttar í því skyni.
Ekkert er minnst á jurtalitun í þessum
kafla og er það miður. Þó er líklegt að
almenningur fyrr á tímum hafi frekar nýtt
sér plöntur til þeirra hluta en til lækninga.
í lok kaflans hefði gjarnan mátt geta ís-
Ienskra heintilda um grasnytjar fyrir þá
sem þyrstir í meiri fróðleik um þetta efni.
í bókarlok eru ýmsar skrár og eru þar
fyrirferðamestar nafnaskrár yfir þær teg-
undir sem getið er um í bókinni. Ná þær
yfir latnesk og íslensk plöntunöfn. Þessir
nafnalistar eru nauðsynlegir öllum flórum.
Þarna er einnig að finna kærkomna skrá
yfir merkingu latnesku ættkvíslaheitanna
og viðurnefnanna. Loks er svo listi yfir
friðlýstar plöntur á íslandi.
fslensk flóra með litmyndum er ákaflega
falleg og vönduð bók. Sem flóra gagnast
hún fyrst og fremst almenningi sem hefur
áhuga á að læra að þekkja plöntur og er þá
gert ráð fyrir að blómið dragi að athygli.
Þeir sem þurfa að greina plöntur hvenær
sumarsins sem er verða að leita á önnur
mið því plöntur eru einungis í blóma stutt-
an tíma. Þá tefur hin nýstárlega uppröðun
á plöntunum fyrir greiningu þeirra. Enda
var ekki ætlun höfundar að gera þeim til
hæfis. Bókin er fyrst og fremst sniðin að
þörfum áhugamanna um gróður og náttúru
og mega þeir vel við una.
Áslaug Helgadóttir
NORDIC GLOSSARY
OF HYDROLOGY
Ritstjóri Iréne Johansson
Útgefandi: Almqvist og Wiksell Inter-
national
Stokkhólmi, 1984, 224 bls.
Þessi merka bók er orðasafn yfir vatna-
fræðileg hugtök á norðurlandamálunum og
á ensku, ásamt skýringum á hugtökunum.
Bókin er þannig einskonar vatnafræðileg
ensk - dönsk - finnsk - íslensk - norsk -
sænsk orðabók. Vatnafræðin fjallar um
vatn í sínum ýmsu myndum, áhrif þess á
umhverfið og áhrif umhverfisins á vatnið.
Yfir 70 sérfræðingar hafa unnið við bók-
ina. þar af 13 frá íslandi. Hófst vinna þessi
árið 1966 og er útgáfan kostuð af norður-
landaþjóðunum, nema íslandi sem lagði
einungis til vinnu við orðasafnið.
Bókin hefst á formála, inngangi og
köflum um ritnefnd og skammstafanir.
Síðan kemur sjálft orðasafnið á bls. 15-
143, þá orðaskrá á hverju norðurlandamál-
inu fyrir sig og á bls. 213-224 er síðan
ensk orðaskrá sem er raðað eftir efnis-
flokkum. Orðasafninu er raðað eftir ensk-
um orðmyndum í starfrófsröð.
Bókin er talsvert afrek út af fyrir sig og
hlýtur að vera ómissandi fyrir þá sem á
einhvern hátt fjalla um vatn og örlög þess.
Það væri gagnlegt að hafa bókina á tölvu-
diski svo unnt væri að færa inn endurbætur
og leiðréttingar, einkum í grein sem þróast
eins hratt og vatnafræðin.
Engin bók er þó gallalaus, og því miður
er þessi engin undantekning. Það virðist
sem vatnafræði á sviði jarðhita eigi hér
ekki innangengt, því aðeins 4 orð fann ég
sem eru úr fjölskrúðugu máli jarðhita-
fræða: geysir - mud spring — thermal
spring - thermo-mineral spring. Ekki hef-
ur þó tekist betur til en svo að leirhver
(mud spring) er rangt skýrður í útskýring-
um „Flow of mud brought to the surface by
natural gas or artesian water pressure“.
Líklega hafa fáir séð slíkt leirflæði hérlend-
is, þótt ef til vill kunni slíkt að vera til í
útlandinu (þetta gæti þó átt við íslenskan
nútímakveðskap). Ekki er bókin alveg laus
við villur og hefði mátt komast fyrir þær
47