Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 54
flestar með sæmilegum prófarkalestri (t.d.
„misfit stream“ = blöndunarlengd og
„piezometer" = mælihola). Ýmsar skýr-
ingar eru ónákvæmar, t.d. „cataract" =
flúðir en ætti að vera „stór foss“. Orð eins
og „bakvatn" þýðir hækkun vatns t.d. með
stíflu, en í jarðhitafræðum er önnur þýðing
(vatn sem hefur verið dælt undir þrýstingi
niður í borholu kallast bakvatn þegar það
kemur upp aftur) og verkamenn í víngarði
Drottins kunna sjálfsagt þá þriðju. Mörg
orðanna eru harla undarleg við fyrstu sýn
t.d. „veltiúrkomuriti“, „rifinn snjór“,
„núllstreymisflötur“, „eftirleguvatn“ (re-
tention), „pitotpípa“ (pitot tube) og vafa-
laust hefðu íslenskumenn kosið andskjól
fyrir „vindhlíf“. Það er nokkuð áberandi
hve duglegir við íslendingar erum við að
þýða orð úr ensku, meðan hinar norður-
landaþjóðirnar láta sér nægja að setja nýja
endingu eða nota orðið óbreytt.
Þó að mörg orðin í orðasafni þessu séu
nokkuð undarleg við fyrstu sýn verður
samt að taka þeim fordómalaust, finna
önnur betri ef unnt er og þannig stuðla að
bættum orðaforða yfir þessi fræði. í ráði er
að gefa þetta orðasafn út aftur með leið-
réttingum og er þeim sem þykjast vita
betur bent á að koma nýjum orðum eða
orðskýringum til íslensku höfundanna.
Þeim sem að þessari bók stóðu þakka ég
gott framtak og þarft, með von um að
jarðhiti skipi veglegri sess í næstu útgáfu.
Helgi Torfason.
BARÁTTAN VIÐ HEIMILDIRNAR
Gunnar Karlsson
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 7
Útgefandi: Sagnfræðistofnun Háskóla
fslands
Reykjavík, 1982, 116 bls., kilja.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar inniheldur
rit sem eru ætluð sagnfræðingum og grúsk-
urum til leiðbeiningar í völundarhúsi
menntagyðjunnar, auk ritgerða um sagn-
fræðileg efni. Ritstjóri ritraðarinnar er Jón
Guðnason.
Þó að kiljan Baráttan við heimildirnar sé
einkum sniðin fyrir sagnfræðinema, væri
með litlum breytingum unnt að nota hana
sem leiðbeiningar fyrir flestar greinar hug-
og raunvísinda. Raunar ættu sem flestir
sem vinna við að skrifa greinar eða ritgerð-
ir að glugga í þetta rit, því bæði er það vel
skipulagt og fullt af húsráðum við undir-
búning, ritun, hreinritun og frágang rit-
gerða. Einnig er þar að finna mjög gagn-
legar ábendingar fyrir þá sem þurfa að fást
við texta sem á að fara í prentun.
Gunnari Karlssyni hefur tekist að setja
efnið saman á mjög aðgengilegan hátt og
er kiljan skemmtileg aflestrar, full af dæm-
um og skýringum. Að vísu eru dæmin oft
þannig valin að villuráfandi lesandi gæti
haldið að Gunnari væri í nöp við úrvalslið-
ið á Keflavíkurflugvelli, en dæmin eru nú
samt ágæt. Sagnfræðingar sækja efni sitt
oft inn í rykugar hillur bóka- og skjala-
safna meðan náttúrufræðingar una sér í
faðmi náttúrunnar, undir blátærum himni.
Er því sleppir eru efnistök hins vegar þau
sömu — aðeins öguð og góð vinnutækni
skilar góðum árangri, hvort sem viðkom-
andi er að skrifa um skútuöldina eða
skötuorma. Jarðfræðin er t.d. einskonar
„sagnfræði“ eða „fornleifafræði“, enda
tengjast þessar greinar oft hvor annarri á
ólíklegustu stöðum.
Bókinni er skipt í 21 kafla og rakið
hvernig vinnu við ritgerðir (sagnfræði-
nema) skal best háttað. Bókin byrjar á að
fjalla um efnisval (1-2) og söfnun og
skipulagningu heimilda (3), síðan eru rakt-
ar aðferðir við vinnutækni, skipulagningu
efnis og uppköst (4, 5, 6, 7, 8, 9, 10),
byrjunarvandamál, stíl og myndefni (11,
12 og 13), frumskóg tilvitnana og heimilda
(14, 15, 16 og 17), endurbætur, hreinritun
og frágang (18, 19 og 20) og endar síðan
kiljan á stuttu og gagnlegu yfirliti um
vandamál sem varða prentun (21). Það er
flestum sammerkt að auðveldara er að
segja öðrum til en fara eftir slíkum leið-
beiningum sjálfur, jafnvel virðist það vera
sjálfri klerkastéttinni ofviða. Hins vegar er
oftast gagnlegt að fara í smiðju til rithagra
manna og læra af þeim og sannast þá mál-
tækið „oft má gott eftir öðrum apa“.
Gunnar á þakkir og heiður skilinn fyrir
góða og þarfa bók.
Helgi Torfason.
48