Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 11
Hákon Aðalsteinsson: Vatnsaflsvirkjanir og vötn INNGANGUR Nýtingu vatnsorku fylgja staðbund- in umhverfisáhrif sem oft eru mjög mikil. Þau felast í breytingum á land- kostum, þar sem mannvirki eru, og breytingum á heilum vatnakerfum vegna íhlutunar um rennslishætti. Nýtanleg vatnsorka á íslandi er áætluð um 56 TWh/a (1 Twh = 10 Kwh). Þar af er álitið að um 33 Twh/a séu mjög hagkvæm vatnsorka, miðað við þær forsendur sem nú eru hafðar til hliðsjónar (Haukur Tómasson 1981). í árslok 1985 hafði verið virkjað um 4 Twh/a, sem er um 12% af hag- kvæmri en um 6% af nýtanlegri vatnsorku. Samsvarandi hlutfall t.d. í Svíþjóð og Noregi er um 60 og 64% af því sem þeir telja hagkvæma vatnsorku og fyrir Evrópu í heild er hlutfallið um 55%. Hagkvæm orka í Skandinavíu getur verið á svipuðu verði og það sem hérlendis flokkast undir nýtanlega en ekki hagkvæma orku (Haukur Tómasson, pers.uppl.). Til eru áætlanir um virkjanir í nán- ast öllum jökulám landsins, nema þeim sem koma upp á láglendi undan Vatnajökli, Mýrdalsjökli og Eyja- fjallajökli (1. mynd). Umræddum virkjunum er það einnig flestum sam- merkt, að vera þar sem árnar falla af hálendisbrúninni. Þegar hinsvegar kemur að virkjun hins óhagkvæmari hluta vatnsorkunnar færist athafna- sviðið nær byggð. Svo sem drepið er á hér að framan höfum við aðeins nýtt um tíunda hluta þeirrar vatnsorku sem við höfum úr að moða, meðan ýmsir nágrannar okkar, t.d. Norðmenn, hafa þegar nýtt um tvo þriðju hluta sinnar. Forsendur okkar nú til að skipuleggja nýtingu auðlindarinnar eru því allt aðrar en t.d. Norðmanna, sem nýlega hófu víð- tækar umhverfisrannsóknir á ónýttum vatnasvæðum, með það að markmiði að velja eitthvað úr til að láta ósnortið (Kontaktutvalget for Vassdrags- reguleringer 1980). Hérlendis hefur lítillega verið athugað hvar helst sé að vænta árekstra milli nýtingar vatnsorkunnar og verndunarsjónar- miða. Náttúruverndarráð lét taka sam- an skrár um fossa (Sigurður Þórarins- son 1978) og vötn og vatnakerfi (Arn- þór Garðarsson 1978 og 1979), sem kynnu að hafa verndargildi. Jakob Björnsson og Haukur Tómasson (1979) hafa borið þessar hugmyndir saman við mögulegar virkjanir. Jakob Björnsson (1973) gerði ítarlegt yfirlit um landnýtingu vatnsaflsvirkjana. Ljóst er af áðurnefndum yfirlitum að mikið verk er óunnið við að samræma landnýtingu vatnsorkuvera og um- hverfisvernd. Enn eru ótalin þau gróðurlendi sem undir vatn fara. Vegna rennslishátta í vatnsföllum hér- lendis, þar sem megnið af afrennsli skilar sér á vorin í dragánum og á sumrin í jökulánum, er nauðsynlegt að miðla til vetrarins verulegum hluta af- rennslis þeirra vatnsfalla sem verða Náttúrufræöingurinn 56(3). bls. 109-131, 1986. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.