Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 7
Holtakot hafi verið hjáleiga þaðan. Nafnið Holtakot bendir til að bærinn hafi upphaflega verið afbýli frá öðrum bæ. Einnig rennir það stoðum undir söguna að bæjarstæðið í Holtum skuli heita Gamlibær. Það bendir til þess, að bæjarstæðið hafi verið flutt (sbr. Fróðá og Fornafróðá í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi og Þúfa og Gamlaþúfa á Landi í Rangárvallasýslu). Elstu skriflegar heimildir, sem okk- ur eru kunnar um byggð í Holtakotum eru frá 1686. í jarðabókunum frá 1686 og 1695 (Björn Lárusson 1967) er get- ið um Holtakot en ekki Holt, og hefir því aðeins verið búið í Holtakotum á þeim tíma. í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns (1918—21) (skráð 1709) er gerð grein fyrir Holt- um (nefnd Útholt) og Holtakotum. Þar segir m.a.: Holltakot (in plur.). Meinast vera í fyrstu hjáleiga frá bæ, sem staðið hafi skamt frá Holtakotum (svo sem stekkjarveg) og hafi heitið í Út- holltum (og skyldi þá Holtakot vera svo sem fyrir Austurholt) og sjer þar enn nú grant til bæjarstæðis og girð- inga, og standa þar nú fjárhús frá Holtakotum. Er líkast að þrönglent hafi þótt fyrir tvo búendur, og hafi því þessi Útholt eyðilögð verið, með því túnstæðið á Holtakotum er betra en hitt sýnist að hafa verið. Miklu lengra er síðan Útholt eyðilögð eru, en nokkur til muni eður viti. Aðrir segja, að bærinn skuli hafa fluttur verið frá Útholtum að Holtakotum. Út á spássíu er einnig eftirfarandi ritað: í þessum Útholtum reisti bygð fyrir 40 árum maður nokkur, og bjó þar í 1 eða 2 ár, og svaraði (lítilli) afgift(a) til bóndans í Holtakotum. Síðan hefur þar ekki bygt verið, verður og ekki bygt sökum slægna- leysis og þrönglendis. Af ofanskráðu er ljóst, að byggð hefur eigi verið í Holtum frá miðri 17. öld og að líkindum ekki eftir 1600. Vera má, að frekari heimildir finnist þegar farið verður að kanna heimildir um sögu Skálholtsstaðar, en stóllinn mun snemma hafa eignast flestar jarð- ir í Biskupstungum. Forna bæjarstæðið í Holtum er talið vera á hólnum rétt sunnan við fjárhús- og hlöðutóftina (reynt var að afmarka hólinn með línu á 3. mynd). Ekkert sést nú eftir af bæjarstæðinu nema stórþýfður reitur, sem er friðlýstur. Fjárhús munu lengi hafa staðið norðan við bæjarrústina, en þau síðustu fuku í heili lagi í aftakaveðri miklu 1965. Sprungan í Holtum Iiggur rétt vestan við hið forna bæjarstæði og stefnir syðsta smásprungan inn undir það. Því er líklegt, ef sprunga þessi hefir mynd- ast á sögulegum tíma, að bærinn hafi þá orðið fyrir skakkaföllum. Hann hefur í öllu falli staðið á gjárbarmin- um, sem ekki hefir þótt heppilegt, og því verið fluttur. Af rituðum heimildum um jarð- skjálfta fyrir miðja 17. öld, er aðeins getið um tvo sem valdið hafa miklum usla í Biskupstungum. Þó ber að var- ast að draga of miklar ályktanir af þögn heimilda um áhrif skjálfta. Skjálftarnir tveir urðu 1294 og 1630. Eins og að ofan greinir, þá má heita ólíklegt að byggð hafi verið í Holtum á sautjándu öld, og ef hún hefir lagst af vegna skjálfta 1630, þá hefðum við vafalítið heimildir um það. Ólíklegt er, að Árni Magnússon og Páll Vídalín hefðu látið þess ógetið í Jarðabókinni, þar sem aðeins 80 ár voru liðin frá skjálftanum er þeir skráðu hana. Pá stendur aðeins eftir skjálftinn 1294, af þeim sem við höfum heimildir um. Um áhrif þess skjálfta segir m.a. í Oddaverja annál (Storm 1888): J Eyiar fialli hia Haukadal komu vp hverir storir: enn sumer hurfu þeir sem adur woru. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.