Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 70
dali, austur undir Eyjabakka og þaðan að
Snæfellsbúðum Landsvirkjunar. Rútur
ferjuðu mannskapinn síðan aftur að skál-
anum fyrir kvöldverð. Að lokinni kvöld-
vöku og værum blundi var ekið til Egils-
staða hinn þriðja dag og farið þá um
Hrafnkelsdal og Jökuldal. Blíðviðri var all-
an daginn og skein sólin björt á Snæfellið,
sem var eins og oft áður sýnd veiði en ekki
gefin.
„Langa ferðin" var að þessu sinni í
Veiðivötn 16. —18. ágúst. Leiðbeinendur:
Ingibjörg Kaldal, Elsa G. Vilmundardótt-
ir, Guðrún Larsen, Freysteinn Sigurðsson,
Þór Jakobsson og Hákon Aðalsteinsson.
Pátttakendur voru 121, þar af 19 börn.
Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöð í
Reykjavík laust eftir klukkan níu á föstu-
dagsmorgni. Ekið var rakleiðis austur
sveitir með örstuttum stans í Árnesi. Síðan
var áð á Stöng í Þjórsárdal. Veður var hlýtt
og þungbúið og gengu flestir inn í Gjá og
börnin komust í ber. Þá var ekið um Haf
eftir línuvegi að Háafossi. Var gengið nið-
ur að brún Fossárdals gegnt fossinum og
litið á fornan jökulgarð á brúninni og jarð-
lög í dalnum.
í Þóristungum var hugað að gjósku-
lögum í moldarbarði undir leiðsögn Guð-
rúnar Larsen og við Þórisvatn tók Hákon
Aðalsteinsson á móti hópnum og greindi
frá athugunum á lífi í vatninu.
Frá Þórisvatni var ekið beint í Veiðivötn
og tjaldað á bakka Skálavatns til tveggja
nátta. Um kvöldið afhenti Þór Jakobsson
eyðublöð fyrir keppni í veðurspá og átti
spáin að gilda fyrir veður í tjaldstað á
laugardagskvöld klukkan átta.
Á laugardagsmorgni var komin sudda-
rigning, sem hélst allan daginn með upp-
styttum. Skyggni í Vötnunum var afleitt og
fengu menn því ekki notið náttúrufegurðar
sem skyldi. Flestir voru vel búnir og færir í
flestan sjó og var því reynt að halda fyrir-
hugaðri áætlun. Fyrst var ekið upp á
Miðmorgunsöldu, þar sem Guðrún Larsen
kynnti myndunarsögu Vatnasvæðisins. í
máli hennar kom m.a. fram, að þarna varð
mikið gjóskugos í um 40 km langri sprungu
skömmu fyrir 1500.
Síðan var haldið suður á Kvíslar. Þar
beið Hákon Aðalsteinsson og sýndi ferða-
löngum langþráða skötuorma, en leitað
var að þeim árangurslaust í ferðinni árið
áður. Einnig var hugað að plöntum á svæð-
inu. Að því loknu var keppt í boðhlaupi
við mikinn fögnuð áhorfenda.
Um hádegi var áð í Austurbjöllum, en
þaðan er fallegt að líta suður yfir Tungnaá
í góðu veðri. Á leiðinni til baka var komið
við í Svartakrók og fjallað enn frekar um
jarðfræði svæðisins. Einnig var áð við Eld-
borg. Þar sagði Ágúst H. Bjarnason stutt-
lega frá gróðri í Veiðivötnum og síðan var
gengið á Eldborg, sem er einkar snotur
eldgígur. Að loknum snæðingi héldu flestir
gangandi um tveggja klukkustundar ferð í
tjaldstað. Ákveðið var að efna til keppni á
milli fólks í rútunum um það hverjir gætu
safnað flestum plöntutegundum á leiðinni.
Þegar allir höfðu safnast saman á ný var
farið til þess að skoða Tröllið við Tungnaá,
sem er myndarlegt steintröll. Þá hafði
hvesst verulega og rigndi. Um kvöldið
þinguðu dómnefndir bæði í keppninni í
veðurspá og plöntusöfnun en aðrir kyrjuðu
sönglög í skjóli undir húsvegg skála Ferða-
félags íslands.
Hinn kraftmikli kvöldsöngur hafði sín
áhrif, því að næsta dag gátu menn tekið
niður tjöldin í þurrki og stafalogni. Um
tíuleytið voru Vötnin kvödd og haldið enn
lengra inn í óbyggðir. Höfð var örstutt
viðkoma í Hraunvötnum áður en lengra
var haldið inn á sandauðnina til þess að
skoða hinn stóra og ævaforna gjóskugíg
Font. Á leið þangað er um víðáttumikla
vikra að fara, sem oftast eru greiðfærir.
Vegna mikils hvassviðris vikuna áður hafði
vikurinn safnast í skafla. Ekki tókst betur
til en svo, að á einum stað sátu að lokum
tveir bílar fastir, því að aðeins einn fjór-
hjóladrifsbíll var með í för, þrátt fyrir
fögur fyrirheit um annað. Menn létu þetta
ekki á sig fá, heldur drógu bílana upp með
sameiginlegu átaki („kínverska aðferðin").
Þar sem tíminn var naumur var snúið við
og Fontur látinn óáreittur.
Við Austurbotn Þórisvatns er móbergs-
fjallið Brandur, gamall eldgígur úr lag-
skiptu túffi, sem vatn og vindar hafa í
aldanna rás sorfið hinar furðulegustu
168