Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 71
myndir í. Áður en gengið var á fjallið
fengu menn sér nestisbita og Pór Jakobs-
son kynnti úrslit í veðurspárkeppninni.
Um klukkan þrjú var haldið í átt til
byggða og aðeins staldrað við í Fossa-
brekkum við Ytri-Rangá. Par greindi for-
maður frá úrslitum í plöntusöfnun og
þakkaði leiðsögumönnum og ferðafé-
lögum öllum fyrir skemmtilega ferð. Kom-
ið var til Reykjavíkur skömmu eftir kvöld-
mat og virtust flestir ánægðir, þrátt fyrir að
veðurguðirnir hefðu ekki verið sérlega
hliðhollir.
Sveppatínsluferð í Skorradal 24. ágúst.
Leiðbeinandi: Eiríkur Jensson. Pátttak-
endur: 43. Því miður var lítið um sveppi og
eftirtekjan rýr, en ferðin var ánægjuleg
engu að síður.
Óhætt er að segja, að flestar tókust ferð-
irnar með ágætum, þó að þátttaka hefði
mátt vera meiri. í allar ferðirnar nema
tvær voru fengnir bflar frá Guðmundi Jón-
assyni hf.
Geta má þess hér, að Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar veitti félögum í
Hinu íslenska náttúrufræðifélagi afslátt á
fargjöldum í ferðir í sumar. Ekki er kunn-
ugt um, hve margir félagar nýttu sér þessi
fríðindi.
FRÆÐSLUPÆTTIR HINS ÍSLENSKA
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS
Hið íslenska náttúrufræðifélag og áhuga-
hópur um náttúrufræðisafn báðu ýmsa
menn að skrifa stutta og aðgöngugóða
fræðsluþætti um náttúru landsins. Þeir birt-
ust í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins af
og til í sumar. í sumum greinum var getið
um nýjungar en í öðrum var fjallað um
árstímabundna atburði í ríki náttúrunnar.
Þessir voru svo vinsamlegir að leggja til
efni í blaðið:
Ævar Petersen: Lóa.
Vilhjálmur Þorsteinsson: Hrognkelsi.
Axel Björnsson: Hvernig líður Kröflu?
Ólafur Dýrmundsson: Sauðburður.
Ágúst H. Bjarnason: Mosi í görðum.
Margrét Hallsdóttir: Ofnæmi og
frjókorn.
Gísli Már Gíslason: Bitmý.
Sveinn Jakobsson: fslenskar steinteg-
undir.
Þór Jakobsson: Sólstöður 21. júní.
Árni Waag: Hvalategundir við ísland.
Sigurjón Rist: Jökulvötn.
Ari Trausti Guðmundsson: Jökulskrið.
Hákon Bjarnason: Hallormsstaða-
skógur.
Gísli Már Gíslason: Vorflugur.
Gísli Már Gíslason: Fæða bleikju.
Ágúst H. Bjarnason: Ný lyngtegund á
íslandi.
Kjartan G. Magnússon: Haförninn.
Fræðsluþættirnir vöktu talsverða at-
hygli, en því miður var óregla í útkomu
þeirra og er við blaðið að sakast í því efni.
Að mínum dómi er æskilegt, að félagið
gangist fyrir aukinni fræðslu af þessu tagi.
LJÓSMYNDASAMKEPPNI
Annað árið í röð gekkst stjórnin fyrir
ljósmyndasamkeppni meðal félaga. Að
þessu sinni átti að skila inn myndum af
skýjum eða einhverri lágplöntu (mosa,
sveppi, fléttu eða þörungi).
Dómnefnd skipuðu Skúli Þór Magnús-
son, Bergþór Jóhannsson og Þór Jakobs-
son. Samtals bárust 89 myndir frá ellefu
félögum. Úr vöndu var að ráða, því að
myndirnar voru allar í hæsta gæðaflokki.
Að lokum urðu myndir eftirtalinna höf-
unda fyrir valinu:
Myndir af skýjum:
1. verðlaun: Pétur Hólm, Síðumúla 21,
Rvík.
2. verðlaun: Sólveig Einarsdóttir, Sól-
heimum 25, Rvík.
3. verðlaun: Sigurbjörg Gísladóttir,
Heiðarseli 3, Rvík.
4. verðlaun: Sveinn Ólafsson, Skeggja-
götu 19, Rvík.
Myndir af lágplöntum:
1. verðlaun: Ólafur Jónsson, Digra-
nesvegi 42, Kóp.
2. verðlaun: Einar Gíslason, Sól-
eyjargötu 15, Rvík.
3. verðlaun: Einar Gíslason, Sól-
eyjargötu 15, Rvík.
169