Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 54
lendi af ýmsu tagi, í mýrum, flóum og á tjarnasvæöum, gjarnan í votlendum rjóðrum í skóglendi. Um fartímann og á veturna halda trönurnar gjarnan til á ökrum og nærast á því sem þar fellur til. Grátrönur frá vestanverðri Skandi- navíu dveljast á veturna á Spáni, í Portúgal og vestanverðri N-Afríku. Grátrönur frá austanverðri Evrópu, t.d. Finnlandi og Rússlandi, halda hins vegar suður til Litlu-Asíu, þar sem sumar verða eftir, en meirihlutinn heldur áfram suður í Nílardal og til Súdan. Síbirískir fuglar halda til í sunnanverðri Asíu á veturna. Farflug grátrönu á haustin hefst ekki að ráði fyrr en í september. Til Skandinavíu koma trönurnar svo aftur í apríl. Farleiðir grátrönu eru í mjög föstum skorðum, en stöku sinnum hrekjast fuglar þó af leið. Grátrönur sjást t.d. reglulega á Bretlandseyjum, en í Fær- eyjum sjást þær sjaldan. Ekki er vitað til þess, að grátrönur hafi borist vestur yfir Atlantshaf til Grænlands eða Am- eríku. A Islandi eru grátrönur sjald- séðir gestir: 1. Seyðisfjörður, S-Múl, mánaðamót apríl/ maí-16. maí 1968 (<5 imm RM1953). Jóhann Sveinbjörnsson, Sigurður Filippusson. Fannst dauð 16. maí, hafði sennilega flogið á símalínu. 2. Hornafjörður, A-Skaft, 6.-14. maí 1977. Tveir. Kjartan Árnason, Sævar K. Jónsson. 3. Presthólar í Öxarfirði, N-Þing, 17. maí 1977. Jónas Þorgrímsson. 4. Gjögur og nágr., Strand, 20. júlí-amk 6. ágúst 1977. Sverrir Kristinsson o.fl. 5. Hraunkot í Lóni, A-Skaft, síðari hluti ágúst 1979. Gunnlaugur Pétursson & Erling Ólafs- son (1985). Árið 1983 sáust grátrönur á fimm stöðum. Júlíus Havsteen (1931) getur þess, að árið 1870 hafi fjórar trönur sést í Skjaldarvík við Eyjafjörð og hafi ein þeirra verið skotin. Ekki er vitað hvað um þann fugl varð. Timmermann (1949) telur varasamt að taka þær upp- lýsingar til greina og bendir á, að Bjarni Sæmundsson (1936) geti þeirra ekki. Sennilega hefur það vakað fyrir þeim, að um gráhegra hafi verið að ræða. Eins og sjá má hér að ofan, hafa allar grátrönurnar sést hér að vor- eða sumarlagi. Óvíst er, hversu margir fuglar komu við sögu árið 1977. Fyrst sáust tvær trönur við Hornafjarðarfljót 6. maí og aftur við Djúpá nokkru vestar 14. maí. Hafa þar að öllum líkindum verið sömu fuglarnir á ferðinni. Þremur dögum síðar (17. maí) sást einn fugl í mýrarsundi við Presthóla í Öxarfirði. Að lokum sást grátrana við Gjögur í Árneshreppi, Strandasýslu, 20. júlí. Hún sást svo víðar í sveitinni næstu tvær vikurnar, við Finnbogastaði um mánaðamótin júlí/ágúst og aftur 6. ágúst og við Ávík síðar í mánuðinum. Þess má geta, að teknar voru myndir af þeim fugli og sýndar í sjónvarpi í ágúst sama ár. Ef til vill voru fuglarnir, sem sáust í Öxarfirði og á Ströndum, komnir frá Hornafirði. Árið 1983 var tilkynnt um grátrönur frá fimm stöðum. Leiða má getum að því, að aðeins hafi verið um tvo fugla að ræða. Fyrst sást trana við Grinda- vík 16. mars. Hún hvarf samdægurs. Næsta morgun birtist trana á ösku- haugunum í Reykjavík en hvarf fljót- lega. Er næsta líklegt, að þar hafi sami fugl verið á ferðinni. í raun var seinni fuglinn aðeins greindur sem trana, en líkurnar á því, að um grátrönu hafi verið að ræða, en ekki mótrönu eru yfirgnæfandi. Tveir fuglar skutu upp kollinum í Grímsey í byrjun maí og héldu sig þar fram eftir mánuðinum. Um miðjan júní birtust síðan tvær grátrönur í Flatey á Skjálfanda og dvöldu þar til 13. ágúst. Að öllum 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.