Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 22
7. mynd. Frumframleiðni og
dreifing plöntusvifs í tveimur
djúpum vötnum, öðru jökul-
skotnu (Þórisvatni) og hinu
tæru (Þingvallavatni). Mynd-
in sýnir hvernig frumfram-
leiðni er bundin yfirborðinu í
jökulskotnum vötnum, þó að
plöntusvifið sé jafn dreift frá
yfirborði til botns. — The
figure shows that in the glacial
silted lake (L. Þórisvatn), the
primary production is bound
to the surface compared with
the normal vertical distributi-
on in a similarly deep clear
water lake, in spite of evenly
distributed phytoplankton in
both lakes.
plöntusvifsins taki þátt í henni.
Mæling á frumframleiðslu var gerð í
Krókslóni við Sigöldu sumarið 1979, en
þá var jökulaur í lóninu um 30- 40 mg/1.
Við þær aðstæður reyndist fram-
leiðsla plöntusvifs aðeins ná niður á
um 1 m dýpi (8. mynd), en dýpi í
lóninu er víða um 10 m.
Það er ekki nóg með að endurnýjun-
armöguleikar plöntusvifsins séu tak-
markaðir með þessum hætti, heldur
eru skilyrði þörunga, og gróðurs á
botninum einnig takmörkuð með
sama hætti. Ætla má að frumfram-
leiðsla á strandsvæðum í jökul-
skotnum miðlunarlónum verði nær
engin, vegna vatnsborðsbreytinganna.
í fyrsta lagi skolast allt út milli hæsta
og lægsta vatnsborðs, og í öðru lagi
færist skugginn yfir botninn í átt til
strandar jafnóðum og hækkar í
vatninu.
Jökulskotin miðlunarlón framtíðar-
innar
Þó nokkur tilfelli í líkingu við Þóris-
vatn munu fylgja virkjun jökulánna, ef
þær hugmyndir um virkjanir, sem nú
er miðað við ná fram að ganga. Al-
gengara mun þó að alveg ný miðlunar-,
veitu- og inntakslón verði mynduð,
líkt þeim sem nú eru við Sigöldu og
Hrauneyjarfoss, og munu koma í
Blöndu við Reftjarnarbungu.
Mælingar á kornastærðardreifingu
svifaurs í jökulskotnum vötnum sýna
að um 80—90% af jökulaurnum í þeim
eru korn minni en u.þ.b. 0,005 mm
(5pm). Þessi vötn virðast vera mun
líkari hvað þetta varðar en ætla mætti
út frá mismuninum á jökulánum sem
til þeirra falla. Segja má að misrnunur-
inn falli út í lónunum með kornum
grófari en u.þ.b. 0,005 mm. Haukur
Tómasson (1982) hefur unnið úr mæl-
ingum á framburði Þjórsár-vatnakerf-
isins, og metið hver áhrif hafa orðið af
mannvirkjum tengdum Búrfells- og
Sigölduvirkjun á framburð og korna-
stærðardreifingu jökulaursins. Niður-
stöðurnar má draga saman eins og sýnt
er á 9. mynd, þar sem útfelling
(aurstöðvun) í lónunum er borin sam-
120