Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 66
Ljóst er, að orðanefndarmenn hafa unnið mikið og vandasamt starf og gefið öðrum orðanefndum, sem sigla í kjölfarið, verð- ugt fordæmi. Nefndarmenn hafa ýmist tek- ið þekkt orð, sem notuð hafa verið um skeið í skólum landsins eða smíðað ný þar sem ekki voru orð fyrir. Sum orðanna eru auðvitað gömul. Tekið er fram í formála, að nefndarmenn hafi ekki viljað setja sig í dómarasæti um ágæti orða og láta þeir því oft margar þýðingar fylgjast að þar sem þeirra er völ með þá von í huga, að nátt- úruvalið muni tryggja, að besta orðið verði ofan á að lokum. Frá þessu eru þó undan- tekningar, sennilega af vangá. Það væri að æra óstöðugan að gera ein- stök orð í skránni að umræðuefni. Ég get þó ekki látið hjá líða að nefna fáein dæmi. Orðið seiling er þýðing á enska orðinu „range“, sem haft er um þá vegalengd, sem víxlverkun dregur. Orðin smásær og stórsær eru þýðingar á „microscopic" og „macroscopic" og vonandi verða þau not- uð í fleiri fræðigreinum en eðlisfræði. Gaman væri að hafa þýðingu á „mesoscop- ic“ í næstu útgáfu orðaskrárinnar. Kannski miðsær sé nothæft í þessu skyni. Orðið stærðarþrep er haft yfir það hugtak, sem á ensku nefnist „order of magnitude". Mið- sæir hlutir eru þá á stærðarþrepum milli stórsærra og smásærra hluta. Til mikillar fyrirmyndar í orðaskránni eru stuttir kaflar, sem nefndarmenn hafa sett saman á íslensku um afmörkuð efni. Þar er nýyrðunum beitt í heilum setningum og þau höfð með feitu letri, svo að auðvelt er fyrir lesandann að sjá, hvernig þau fara í málinu. Skemmtilegastur er kafli Páls Theódórssonar, sem birtist á tveimur mál- lýskúm: ísl-ensku og ís-lensku. Þar er að finna setninguna: „Við framleiðslu trans- istora og integreraðra rása er þó ekki not- að hreint sílikon, heldur er það eftir hreinsun dópað með elementum úr 3. eða 5. grúppu períódíska sýstemsins“. Vart þarf að taka fram, að þetta var ísl-enska. Á ís-lensku verður sama setning: „Við fram- leiðslu smára og samrása er þó ekki notað- ur hreinn kísill, heldur er hann eftir hreins- un íbættur með efnum úr 3. eða 5. hóp lotukerfisins". Sérstök skrá er í orðasafninu um helstu eðlisfræðiorð á norðurlandamálum, ekki að ófyrirsynju, þar sem flestir þeir íslendingar, sem lært hafa eðlisfræði er- lendis hafa sennilega numið í Danmörku. Enn má nefna, að í skránni er skrá um heiti frumefnanna á íslensku. Þær þýðingar virðast sumar andvana fæddar, einkum nöfnin radín, kalín, helín o.s.frv. í stað þeirra, sem nær allir nota: radíum, kalíum, helíum. Útgáfa orðaskrár Eðlisfræðifélagsins er mikill fengur fyrir alla þá, sem rita eða tala á íslensku um eðlisfræði. Að ýmsu leyti ber skráin þó með sér að ekki er um endanlega orðabók að ræða, enda hefur ekki verið að því stefnt. Frágangur skrárinnar er til sóma. Flest orð eru merkt tilteknum und- irgreinum eðlisfræðinnar, svo að auðvelt er að búa til orðaskrár um afmörkuð efni. í endanlegri útgáfu væri æskilegt að birtist íslensk-ensk orðaskrá samhliða hinni ensk- íslensku. Þórður Jónsson Raunvísindastofnun háskólans 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.