Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 60
sjálft breytist varla á næstunni og því
er kominn tími til að finna íslenskt orð
yfir það eins og Jakob bendir á.
Margt mælir með því að skilgreina
orðið gerill að nýju á hliðstæðan hátt
og gert var um orðið „bacterium“ 1962
og láta það tákna sama hugtak. Gerill
er rótgróinn í málinu og þekktur
meðal almennings í nokkurn veginn
„réttri" meiningu, síst óljósari en við
er að búast. Ákveðin, vel afmörkuð
merking ætti því að geta fest við það.
í»að er ekki aðeins hentugt að nota
orðið gerill áfram, heldur nauðsynlegt
til að forðast glundroða.
GERILL OG GERSVEPPUR
Það er mér kannski ofvaxið að sann-
færa alla fræðimenn um ágæti orðsins
gerill í merkingunni „bacterium".
Hins vegar er ljóst að sumir hafna því
að lítt athuguðu máli. Skal því reynt
að tína til haldgóð rök til að menn
sætti sig við það eins og önnur orð sem
hnikast hafa til í merkingu með breytt-
um aðstæðum.
Pess er að geta að viðskeytið -ill er
smækkunarending (kistill, bleðill),
enda þótt það skírskoti til geranda ef
það er með stofni sagnar.
Orðin gerill, ger og gersveppur vís-
uðu ef til viil einhvern tímann til líf-
vera sem geta gerjað og má hafa þá
tilvísun í huga. Slík skírskotun virðist
þó fallin úr gildi hvað gersveppi
varðar.
Venja er að þýða enska orðið
„yeast“ og sams konar orð í öðrum
málum með „gersveppur“ eða „ger“.
Barnett o. fl. (1983) telja upp ein-
kenni 469 gersveppategunda. Af þeim
geta 157 tegundir (33,5%) ekki gerjað
neina af þeim 13 sykurtegundum sem
prófaðar voru og afbrigði af 19 tegund-
um öðrum (4,0%) geta það ekki held-
ur. Sumar tegundir sömu ættkvíslar
(t. d. Candida) geta gerjað en aðrar
ekki. Varla er æskilegt að breyta um
nafn á þessum hópi né kljúfa hann
fyrir því. Próf með 13 sykurtegundir
gefur ekki óyggjandi svar, en óvissan
er þarna og skírskotunin farin lönd og
leið. Af hverju þarf orðið gerill alltaf
að skírskota til lífvera sem gerja fyrst
gersveppir gera það ekki lengur?
(Orðhenglar mættu einnig gá að hve
vísun til gerjunar er víðfem).
Nokkur einkenni gersveppa eru
eftirfarandi: Allir anda ef óbundið súr-
efni er til staðar og flestir gerja í fjar-
veru þess. Þeir eru heilkjörnungar
með frumuvegg, vaxa langoftast sem
einfrumungar, sem næst kúlulaga eða
stuttir stafir en sumir mynda einnig
misvel þróaðar ímur (hyphae) og jafn-
vel frumstætt mýsli (mycelium) ef skil-
yrði eru fyrir hendi. Sumar tegundir
þráðsveppa taka einnig lögun ger-
sveppa við vissar aðstæður. Engir ger-
sveppir geta hreyft sig, hvorki með
bifhárum né á annan hátt. Frá þessu
sjónarmiði virðist ekki út í hött að
líkja mörgum „bakteríuhópum“ við
litla gersveppi.
Því er eins farið með gerlum og
gersveppum að í hópum sem nú virðist
eðlilegt að mynda geta sumar tegundir
gerjað en aðrar ekki, t. d. í ættkvísl-
inni Bacillus. Hliðstæð óregla kemur
fyrir hvað varðar hreyfingu gerla með
svipum. Þeir gerlahópar sem minna
lítið eða ekkert á gersveppi eru fáir og
líklega litlir, en engin ástæða til að
kljúfa þá frá öðrum gerlum.
Af því sem að framan er sagt virðist
„gerill“ í merkingunni örvera sem get-
ur gerjað vera óljóst og ruglandi hug-
tak og fæ ég reyndar ekki séð að mikil
þörf sé á því.
SÝKILL
Þótt merking orðsins sýkill sé
gagnsæ er ótrúlega oft spurt: Hvað er
sýkill? Samkvæmt orðsins hljóðan ætti
158