Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 45
7. mynd. Myndin sýnir hvenær árs bleshænur hafa sést á fslandi. Skyggði hluti súlu segir
til um það hversu oft tegundin hefur sést í viðkomandi viku, en heildarlengd súlunnar
gefur fjölda fugla - The occurrence of Coots recorded in lceland. The dotted part ofthe
column indicates the number of records and the total length shows the number ofbirds.
fremst flækingsfugl. Eins og fleiri tíðir
flækingsfuglar hér á landi, þá hefur
hún orpið stöku sinnum. Bleshænur
koma hingað til lands einkum síðla
hausts, í nóvember og síðar (7. mynd).
Þær eru harðgerar og þrauka furðan-
lega í vetrarhörkum. Margar hafa lifað
hér fram eftir vetri og lengur. Fartími í
V-Evrópu á haustin er í október og
fyrri hluta nóvember, en á vorin eink-
um í mars.
Bleshænur hafa sýnt nokkuð jafna
tíðni hér á landi, ef undanskilinn er
áratugurinn 1921-30, en frá þeim
tíma eru aðeins skráðir fimm fuglar. A
síðasta áratug jókst þó heldur tíðni
þeirra. Frá þeim tíma eru skráð 23
tilfelli, og komu a.m.k. 32 fuglar við
sögu, en þrisvar sáust tveir eða fleiri
fuglar saman. Á Úlfljótsvatni sáust
t-d. sjö bleshænur í febrúar 1977 og
þrjár í mars 1980.
Á 8. mynd eru sýndir fundarstaðir
bleshænu hér á landi. Það vekur mesta
athygli, að þær hafa verið fúrðu fáséð-
ar á SA-verðu landinu, en hins vegar
mjög tíðar á SV-landi. Það verður lík-
lega helst skýrt með því, að á SV-landi
eru skilyrði hvað hagstæðust fyrir bles-
hænur að þrauka í harðindum. Sem
dæmi má nefna, að á seinni árum hafa
alls sjö bleshænur sést á Tjörninni í
Reykjavík, þar sem þær hafa þegið
brauð með öndunum (9. mynd). Þær
hafa jafnvel haldið þar til vetrarlangt.
Alls hafa þrjár bleshænur verið
merktar hér á landi og hefur ein þeirra
endurheimst erlendis. Sá fugl náðist í
febrúar 1937 að Skriðu í Hörgárdal.
Var hann hafður í haldi til 23. apríl en
þá sleppt með merki. Hann var síðan
skotinn 7. nóvember sama ár við Stor-
sjöen, Sör-Odal í Noregi. Er því ljóst
að bleshænur sem hingað villast geta
skilað sér aftur út til Evrópu.
Varp
Kunnugt er um þrjár staðfestar
varptilraunir bleshænu á Islandi. í
heimildum má finna staðhæfingar um
fleiri varptilfelli, sum hver e.t.v. á rök-
um reist en þó ekki unnt að taka þau
gild. Hér á eftir fara nokkur dæmi um
það, hvernig fjallað hefur verið um
bleshænu í eldri heimildum. P. Nielsen
(1918) segir meðal annars: „Uden
Tvivl yngler den flere Steder paa Is-
land, f.Eks. i Ölfus, hvor der findes
flere utilgængelige Sumpe og varme
Kilder“. Júlíus Havsteen (1931) skrif-
ar: „Fugl þessi verpir hjer á landi,
bæði við Mývatn og við Hjeraðsvötnin
143