Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 25
jafna út sveiflur á rennslinu; geyma vatn rennslishámarksins til þess tíma sem rennslið er í lágmarki. Augljós- lega kemur því til með að draga mjög úr rennslissveiflum milli árstíma, og einnig hvað jökulárnar varðar jafnast sólarhringssveiflan yfir sumarið út líka. Almennt séð hlýtur þetta að vera kostur fyrir lífríki ánna neðan virkjun- ar. í kaflanum hér á undan var greint frá því hvernig lónin í jökulánum verka sem setgildrur fyrir aur og því betur sem viðstaða vatns í lónunum er lengri. Haukur Tómasson (1982) kemst að þeirri niðurstöðu að með þeim lónum sem nú þegar eru í Tungnaá og Þjórsá að viðbættu Sultar- tangalóninu ætti aurburður í Þjórsá á láglendi að verða minni en í Ölfusá. Við það að framburðurinn minnkar eykst rofgeta vatnsins í ánum og einnig er rofmáttur hins kalda vetrarrennslis, sem eykst við miðlun vatnsins, meiri en samsvarandi sumarrennslis. Rof úr eigin farvegi verður meira eftir virkj- un, einkum í fyrstu meðan verið er að vinna á því auðrofnasta. Minnkandi framburður neðan virkjana verður að teljast fremur jákvæður lífríki ánna, þannig að heildaráhrif þessara þátta munu trúlega vera jákvæð, einkum þegar til lengdar lætur. Það gildir svipað um árnar neðan miðlunarlónanna og um miðlunarlón- in sjálf, að aurburðurinn hefur svo afgerandi áhrif á lífsskilyrði í ánum, að aðrir þættir falla algerlega í skuggann. Algengt er að jökulaur á sumrin sé á bilinu 300-1000 mg/1. Gegnsæi vatns- ins við þær aðstæður er nær ekkert. Auk þess skríður grófur framburður með botni árinnar og skúrar hann lát- laust. Flestar rannsóknir á áhrifum vatns- miðlunar á árnar neðan miðlunarlóna hafa farið fram við skilyrði, sem eru allt önnur en hér á Iandi. Á megin- landinu er aurburðurinn oftast að stofni til svonefnt löss, sem ýmist er vatns- eða vindrofið og safnað saman af óteljandi smá þverárn sem mynda stórfljót á borð við Coloradofljót og Rín. Þær ár sem að stærð, lengd og rennsli eru sambærilegar við okkar jökulár hafa flestar lítinn aurframburð. Þau almennu umhverfisáhrif sem miðlanir í slíkum ám hafa eru auðvitað háð staðháttum á viðkomandi land- svæðum. Hér á eftir verður stuðst við yfirlit um vistfræði miðlaðra straumvatna (ritstýrt af Ward og Stan- ford 1979) og reynt að leggja mat á hvernig ýmsir þættir hafa áhrif við hér- lendar aðstæður. Hitastig Niðurstöður um áhrif á hitastig eru flestar því marki brenndar að vera miðaðar við hitalagskiptingu vatns- bolsins í miðlunarlónunum. Svo sem rakið var í fyrri kafla hefur hún í för með sér að neðri vatnslögin verða sjaldan heitari en 7-9°C, og þar sem yfirleitt er tappað af lónunum neðan hitaskila, verður hitastigið oft lægra en í sambærilegum ómiðluðum ám yfir sumarið, en aftur á móti hærra yfir veturinn. Oft er því íslaust svæði næst neðan virkjunar. Ennfremur jafna miðlunarlónin út hitasveiflur, hvort sem er milli daga eða innan sólar- hringsins. Kuldaþolnar tegundir sækja í sig veðrið á kostnað annarra tegunda, og fjölbreytni tegunda minnkar þegar dregur úr hitasveiflum. Lón þar sem vatnið er tekið ofan af, svo sem inntakslón og lón með stutta viðstöðu vatns, haga sér svipað og stöðuvötn. Miðlunarlón hérlendis, án hitalag- 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.