Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 44
6. mynd. Flóðhæna, fundin í Garði á Miðnesi 26. júní 1983. — Purple Gallinule captured
at Garður, SW lceland, on 26 June 1983. Ljósm. Erling Ólafsson.
felugjörn og oft mjög spök. Hún sést
því oft á tjörnum í almenningsgörðum.
Á Norðurlöndum er tegundin að
mestu farfugl, einnig í austanverðri
Evrópu og Síbiríu. Fuglar á þessum
slóðum færa sig eitthvað suður á bóg-
inn, og fer það eftir árferði hverju
sinni hversu langt þeir halda. í Evrópu
er mikill fjöldi af bleshænum í Dan-
mörku, V-Þýskalandi og Hollandi á
veturna, einnig við Miðjarðarhaf.
Bleshæna hefur slæðst til Græn-
lands, og í Færeyjum er hún fremur
sjaldgæf. Einnig hefur hennar orðið
vart á Svalbarða (Cramp & Simmons
1980).
Það er ljóst, að bleshæna hefur lengi
verið tíður gestur á íslandi. Hennar er
getið í mörgum gömlum heimildum
um íslenska fugla, en því miður oft án
þess að tekið sé fram um staðsetningar
eða tíma ákveðinna fugla. Of langt
mál yrði að geta allra þeirra heimilda
hér.
Á eftir umfjöllun um tegundina eru
taldir upp þeir fuglar, sem tekist hefur
að staðsetja og tímasetja, þótt ná-
kvæmni sé ábótavant í sumum tilvik-
um. Alls er getið um 125 tilfelli, þar
sem bleshænu hefur orðið vart hér á
landi til ársins 1980. Á tímabilinu
1981-1984 var tilkynnt um bleshænur
frá 8 stöðum.
Á Islandi er bleshæna fyrst og
142