Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 40
ungi þessi líkjast myndum af þeirri tegund (Jón Haraldsson, munnl. uppl. 5.3.1985). Ég tel þó ósannað, að um unga hafi verið að ræða, þar sem full- orðnar rellur forða sér gjarnan á hlaupum og geta því verið ungalegar í augum ókunnugra. Um það verður ekki fullyrt, hvort þarna hafi verið par á ferðinni eða aðeins stakur karlfugl. Eins og fyrr getur verpur engirella í Noregi allt norður til Lófóten. Það er því ekki útilokað, að hún reyni fyrir sér með varp hér á landi. Allar hinar engirellurnar fundust hér á fartíma tegundarinnar vor og haust, nema ein hinn 10. desember. Engirellur fara að koma til varpstöðv- anna upp úr miðjum apríl. Fartíminn á haustin hefst í ágúst og varir fram í nóvember, en hámarkið er í septem- ber. Alls hafa sex fuglar fundist að vori til, á tímabilinu 20. apríl—21. maí, en tólf fuglar að hausti, frá 26. ágúst til 10. desember (sjá 2. mynd). Einn fugl er ótímasettur. Engirellur hafa fundist í öllum landshlutum, en flestar þó á suð- austanverðu landinu, eða alls átta. Þá hafa fimm fuglar fundist í Vestmanna- eyjum (sjá 3. mynd). Sefhæna (Gallinula chloropus) Sefhæna er varpfugl í öllum heimsálfum nema Ástralíu, og er teg- undinni skipt í um 12 deilitegundir. Deilitegundin G.c.chloropus er út- breidd í Evrasíu, að undanskildum nyrstu héruðunum, allt austur til Jap- an, einnig í N-Afríku, á Grænhöfða- eyjum, Kanaríeyjum og Azoreyjum. Eins og önnur vatnahænsn er sef- hænan votlendisfugl. Hún kýs helst Iífríkar tjarnir, síki eða læki, sem girt eru gróskumiklum gróðri. Hún bæði veður og syndir, klifrar auk þess létti- lega upp í gróðurinn. í Evrópu er sefhænan staðfugl að hluta. Þó fara flestir fuglanna sem verpa nyrst eitthvað suður á bóginn, allt suður til Miðjarðarhafslanda. Fuglar frá Norðurlöndum fara einkum í suðvestur, til Bretlands, Niðurlanda, Frakklands og Spánar. í A-Evrópu, t.d. Rússlandi, er sefhænan algjör far- fugl. Tegundin er flækingsfugl á Sval- barða og í Færeyjum. Evrópska deili- tegundin er ekki þekkt vestan Atlants- hafs, en á Grænlandi er n-ameríska deilitegundin G.c.cachinnans sjald- gæfur gestur. Á Islandi er sefhænan alltíð, eins og eftirfarandi upptalning sýnir. 1. Þórðarkot í Flóa, Árn, 3. apríl 1882. Náð. Nielsen (1887, 1918). 2. Vestmannaeyjar, 4. eða 5. apríl 1882 (ad). Skv. Benedikt Gröndal (1886, 1895, 1901) fannst fuglinn dauður, sjórekinn, og var hamurinn sendur safni Hins lærða skóla í Reykjavík. Skv. skýrslu skólans (skólaárið 1881 — 82) var hann „skotinn í apríl fyrir framan landsteinana“. Nielsen (1918) segir að þessi fugl hafi verið sendur Náttúrugripa- safninu, sem varla stenst, því að það var ekki stofnað fyrr en árið 1889. f Mennta- skólanum í Reykjavík er nú (1985) ein full- orðin sefhæna án upplýsinga. Hún er á samskonar stalli og aðrir íslenskir fuglar í safni skólans, sem bendir til þess að hún hafi verið uppsett hér á landi. Gæti því verið um ofangreindan fugl að ræða. 3. Laxamýri, S-Þing, 1. ágúst 1898 (RM nr. 148, hent fyrir 1941). Benedikt Gröndal (1901) nefnir 1896 sem söfnunarár, en það stangast á við aðfærsluskrá Náttúrugripa- safnsins, sem hér er talin áreiðanlegri. 4. Hnausar í Þingi, A-Hún, haust 1899. Náð. Slater (1901). 5. Vestmannaeyjar, haust 1903. Tveir. Bjarni Sæmundsson (1905). 6. Lón í Kelduhverfi, N-Þing, 13.-16. maí 1907 (ZM). Björn Guðmundsson. Hörring (1907). 7. Reykjavík, 9. janúar 1909 ($ RM nr. 147, ?hent fyrir 1941). Fundin dauð. Bjarni Sæmundsson (1913). 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.