Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 27
10. mynd. Rennslishættir Þjórsár við Búrfell fyrir og eftir miðlun Þórisvatns 1973/74, að
viðbættri miðlun við Sigöldu 1976/77. — The discharge in the Þjórsá River before (1963—
71) and after (1972—81) L. Þórisvatn was impounded.
Þessi framleiðsla verður hluti af svo-
nefndu reki í ánni neðan stöðuvatna
eða í miðluðum ám. Hérlendis sjáum
við meðal annars áhrif þessa í því að
flestar bestu laxveiðiárnar koma úr
stöðuvötnum (Hákon Aðalsteinsson
1981c, 7. mynd). Annað gott dæmi um
jákvæð áhrif stöðuvatna á lífið í útfalli
þeirra fáum við úr Mývatni og Laxá.
Árið 1978 hvarf vatnablóminn úr Mý-
vatni og frumframleiðsla vatnsins varð
aðeins svipur hjá sjón (Hákon Aðal-
steinsson 1984). Þetta hafði þegar þau
áhrif að bitmýi hrakaði mjög í efri
hluta Laxár (Gísli M. Gíslason 1985),
sem aftur olli samdrætti í urriða-
veiðinni (Jón Kristjánsson 1982).
Niðurstöður og ályktanir
Engar beinar rannsóknir hafa verið
gerðar á smádýralífi jökuláa. Hvít-
skúraður botn þeirra, sem kemur í ljós
þegar sjatnar í þeim á haustin, er þó
órækt vitni um óverulega framleiðslu í
þeim. Þar kemur tvennt til. Mikill
jökulaurframburður gerir vatn þeirra
nánast ógagnsætt og botnskrið gefur
smádýrum og þörungum engin grið.
Frumframleiðsla er því einungis mögu-
leg á mjóu belti næst bakkanum, en
miklar rennslissveiflur draga úr mögu-
leikum þörunga til að nýta sér það.
Rannsóknir á fánu straumvatna hér-
lendis eru ákaflega fátæklegar. Það
sem gert hefur verið bendir þó ein-
dregið til þess að lirfur rykmýs (Chir-
onomidae) séu algerlega ríkjandi,
ásamt bitmýi (Simuliidae), sem er
einkum nærri útfalli stöuvatna (Gísli
M. Gíslason 1985), Hákon Aðal-
steinsson 1979, 1981c, Lindegaard 1979
og Tumi Tómasson 1975). Lindegaard
(1979) er sá eini sem hefur greint hrygg-
leysingja í straumvatni til tegunda. í
125