Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 11
þá komið að þeim og drepið þá fyrir ótrúmennskuna. Segja sumir, að hann hafi velt steininum ofan á þá, og tekið svo fast á honum, að fingraförin sjáist. Er því víst bætt við að gamni sínu, því steinninn er heilstórt bjarg úr -dóler- íti- með smáholum hjer og hvar. Steinninn heitir enn Þrælasteinn, og svo hjet líka kot, sem stóð skammt frá hon- um, og var í byggð fram á 18. öld.“ Brynjúlfur lýsir síðan mjög greini- lega þeim ummerkjum, sem hann sér um garðinn og verður vikið betur að þeirri lýsingu síðar. Hann telur líklegt, að hér sé kominn hinn forni Hagagarð- ur, svo framarlega sem garðlagið nái fljóta á milli. Séra Eiríkur Þ. Stefánsson, er var prestur á Torfastöðum 1906—1955, getur um Þrælastein í örnefnalýsingu fyrir Torfastaði (skráð 1955). Þar get- ur hann þess, að Þrælasteinn hafi áður fyrr verið hornmark á löndum Torfa- staða, Miklaholts og Syðri-Reykja, en sé það ekki lengur. Eftirfarandi sögn fylgdi og Þrælasteini: „... að bóndinn í Miklholti hafi látið þræla sína hlaða landamerkja garð milli bæjanna Miklholts og Syðrireykja. ... Þegar þrælarnir höfðu lokið verki sínu og lögðust undir steininn að hvíla sig — og sofnuðu, velti bóndi honum yfir þá. Það voru verkalaun þeirra!“ (Örnefnaskrá 1955, bls. 3-4) Þegar Steindór Björnsson frá Gröf safnaði örnefnum í Miklaholti á ár- unum 1952-1954, skráði hann eftir- farandi sögn um Þrælastein: „Áður fyrr stóð Miklaholtsbærinn mun ofar í túninu en nú stendur hann, og ekki alllangt neðar en steinninn er. Bóndinn átti 3 dætur gjafvaxta, er orð fór af fyrir vænleika sakir. Eitt sinn komu þangað 3 menn og báðu systr- anna sér til handa. Bónda leizt ekki það gæfulega á biðla þessa að hann gæfi þeim dætur sínar skilyrðislaust, en þótt- ist ekki hafa svo í fullu tré við þá þrjá að hann neitaði þeim hreinlega. Því setti hann þeim það skilyrði að þeir skyldu gera altryggan varnargarð á norðurmörkum landareignarinnar og hafa lokið verkinu á þrem dögum. Að þessu gengu biðlarnir og hófu þegar verkið. Byrjuðu þeir vestur við Brúará og unnu austur og upp á holtið. Sóttist þeim verkið það greiðlega að þeir luku því á tilsettum tíma. Þá var berserks- gangurinn af þeim runninn og þeir þreyttirmjög og syfjaðir svo að þeir hölluðu sér útaf undir stórum steini, er á leið þeirra varð rétt ofan við bæjar- völlinn. Bóndi hafði fylgst vel með ferð- um þeirra og læddist að þeim þarna. Velti hann steininum ofan á þá og leysti sig þannig frá loforði sínu við þessa biðla dætra sinna. Það einkennilega er við stein þenna að á honum sjást för eins og eftir 3 fætur og önnur för eins og móti fyrir öllum fingrum tveggja handa. Og enn kvað móta fyrir markagarði þeim, sem sagan segir að „Þrælarnir“ hafi lagt á þremur dögum. Og kræfur hefur bóndinn verið þótt ekki treysti hann sér á móti þremur.“ (Örnefnastofnun 1976a, bls. 5—6) Þessi breytta saga um tilurö þræla- nafnsins var höfð eftir feðgunum í Miklaholti, Sveini heitnum Eiríkssyni (f. 1880), Jóni heitnum Sveinssyni (f. 1915) og Eiríki Sveinssyni (f. 1913), sem allir voru aldir upp í Miklaholti. Fyrir áratug var aftur safnað örnefnum í Miklaholti. Þá var sama saga skráð eftir þeim bræðrum, Jóni og Eiríki, en nú mikið stytt (Örnefnastofnun 1976b). í örnefnaskrám fyrir Hrosshaga og Syðri-Reyki er hvergi minnst á Þræla- garð eða nöfn tengd honum (Örnefn- astofnun 1976c—e). Grímur Ög- mundsson bóndi á Syðri-Reykjum tel- ur sig þó eiga land allt að Þrælasteini. Sumarið 1979 fór Haraldur Matt- híasson (1982) um Biskupstungur vegna athugana á staðháttum Land- námu. Hann lýsir ummerkjum um garðinn sem þá sáust. Annars vitnar 217

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.