Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 19
5. mynd. Þversnið af Þrælagarði í Syðririma. - Cross section of the Thrœlagardur turf wall at Sydririmi. öskulag úr Heklu, nefnt H-4, og er geislakolsaldur þess um 4000 ár (Guð- rún Larsen og Sigurður Þórarinsson 1978). Annað ljóst öskulag úr Heklu, H—3 (geislakolsaldur um 2800 ár), finnst nokkru ofar. Hin mikla þykkt þess (18,5 cm) í Brattholti er áberandi. Milli H-3 og H-4 eru þrjú fínsöndug, svört öskulög. Um aldur þeirra og uppruna er ekkert vitað. í sniðum á Haukadalsheiði finnast 2—3 þessara svörtu öskulaga og nefnir Guttormur Sigbjarnarson (1969) þau h, i, og k. Tvö þunn, grá öskulög eru einnig milli H—3 og H-4. Ofan við H—3 eru tvö svört lög og eitt þunnt, ljóst öskulag, sem við vitum engin deili á. Rétt ofar er 2 cm ljóst öskulag, fremur gróft, sem við nefnum HB. Grófleiki lagsins (kornin allt að 5 mm) gefur til kynna, að það sé ættað úr nálægri eldstöð, líklega Heklu. HB er mjög gott leiðar- lag í Biskupstungum. Lagið er aðeins um 2 cm við efstu bæi (Brattholt), en þykknar verulega er neðar dregur í sveitina og er um 7—8 cm í sniðum við Þrælagarð. Lagið finnst ekki í sniðum á Haukadalsheiði (Guttormur Sig- bjarnarson 1969), en það gæti verið í einu sniði rétt austan við Gullfoss (Þorleifur Einarsson 1982). í Bratt- holtssniðinu koma næst fyrir ofan HB tvö þunn, svört öskulög, sem ekkert er vitað um. Stuttu ofar er svonefnt Landnámslag. Á Suðurlandi er það tvílitt, grágrænt að ofan, en gráhvítt að neðan og auðþekkt á útlitinu einu. Landnámslagið er upprunið úr 42 km langri gossprungu á Veiðivatnar- eininni á Tungnaáröræfum (Guðrún Larsen 1984). Engin bein aldurs- ákvörðun á laginu hefur verið birt, en margt bendir til þess að það hafi fallið um 900 e. Kr. (Þorleifur Einarsson 1962, Sigurður Þórarinsson 1968, Guðrún Larsen og Sigurður Þórarins- son 1984). Rétt ofan við Landnáms- lagið er þunnt, svart öskulag. Það er annað hvort öskulagið sem Sigurður Þórarinsson (1968) nefnir K—1000 eða annað Kötlulag frá fyrri hluta 10. aldar, sem Guðrún Larsen (1978) nefnir K-R. Ljósa öskulagið H-1104 er 0,5 cm þykkt í Brattholti líkt og 225

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.