Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 23
80
200
60
40
20
0
| | | | Li°s öskulög iiiiiiiiiiiin Grá öskulög Mn Dökk öskulög
LJ—LJ Light ash layer ImlllMlD Grey asg iayer Dark ash /aygr
8. mynd. Þversnið í gegnum rofabarðið í Hrosshaga. - Cross section of a „rofbard“ at
Hrosshagi.
garðurinn var hlaðinn. Hann hefur
samkvæmt því verið hlaðinn um eða
skömmu eftir 930 e. Kr. Ef reiknað er
með 1,5 cm milli garðsins og Land-
námslagsins lengist þessi tími í 48 ár
(um 950 e.Kr.).
HVAÐ SEGJA FORNAR BÆKUR?
Landnáma er merkt heimildarrit um
marga náttúrufræðilega atburði (sbr.
Sigurð Þórarinsson 1977). Með því að
kanna sögulegar heimildir um
landnám í Biskupstungum, má geta
sér til um hvenær þær hafi byggst. Hér
verður mest stuðst við ágætan formála
Jakobs Benediktssonar að Landnámu-
utgáfu Fornritafélagsins (íslenzk forn-
rit 1968) og bók Einars Arnórssonar
(1950) um Árnesþing á landnáms- og
söguöld.
Jakob Benediktsson og reyndar
fleiri fræðimenn telja, að kjarninn í
frásögnum Landnámu og Haukdæla-
þáttar í Sturlungu um landnám í
Biskupstungum sé kominn frá Ara
fróða og sumir hafa talið, að Ari hafi
átt þátt í samningu frumdraga að
Landnámu. Ef Ari fróði hefur verið
aðalheimildarmaður eða höfundur að
því efni, sem fjallar um Biskupstung-
ur, þá er forvitnilegt að rekja ævi Ara.
Ari fróði Þorgilsson var fæddur um
1068 og ólst upp að Helgafelli hjá
Gelli Þorkelssyni afa sínum er dó
1074. Ári seinna (1075) fór Ari í fóstur
til Halls Þórarinssonar í Haukadal
hvar hann dvaldi til 1089 eða í 14 ár.
Um ævi Ara eftir það er næsta lítið
vitað, en hann deyr 9. nóvember 1148.
Ari nam í Haukadal, og mun kennari
hans hafa verið Teitur ísleifsson, sem
einnig var í fóstri í Haukadal. Teitur
var bróðir Gissurar ísleifssonar bisk-
ups.
Ketilbjörn hinn gamli var forfaðir
þeirra beggja, Teits og Halls, og voru
þeir skyldir í fjórða lið (3. tafla). Hall-
ur í Haukadal mun hafa fæðst 995 en
Teitur skömmu eftir 1042. Hallur bjó
lengst af í Haukadal. Frá Ketilbimi
229