Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 45
lagðist háþrýstisvæði með froststillu yfir Grænland og ísland. Vatnið lagði strax. í hvassviðri, norðaustanátt, brotnaði ísinn upp og vindstaðan dreif hann saman í úfið íshrannarbelti und- an vesturströndinni sunnan til. Skjótt fraus vatnið aftur í logni. Bláís var kominn á mest allt vatnið. Samgöngur urðu greiðar, nema um hrannarbeltið, þar var illt yfirferðar. Bláísinn varð 50 cm þykkur, einn sá mesti bláís sem heimildir greina frá. Snjór, hláka og frost bættu síðan 25 cm gráíslagi ofan á bláísinn svo að alls varð ísinn á miðgóu orðinn 75 cm þykkur, hellugaddur á Þingvallavatni. Vegna ófærðar á Hellisheiði gripu bflstjórar til þess ráðs að aka mjólkinni af Suðurlandsundir- lendi til Reykjavíkur eftir Þingvalla- vatni og um Mosfellsheiði. Leiðin lá út á vatnið í Malvíkum, eftir vatninu í nær beinni línu austan Sandeyjar og landtakan var við Bátsnef undan Heiðarbæ (7. mynd). Þessir flutningar stóðu í tvær vikur, en á léttum fólksbíl- um var ekið um vatnið í nálægt tvo mánuði. Sumarbústaður fluttur Jónas H. Guðmundsson skipasmið- ur tók að sér að flytja stóran tvílyftan sumarbústað fyrir Pál Halldórsson skólastjóra Stýrimannaskólans, þvert vestur yfir Þingvallavatn eða frá Mjóa- nesi að Heiðarbæ. Jónas setti löng tré, dregara, undir sumarbústaðinn. Pétur Ámundason bílstjóri útvegaði tvo vörubíla, báða Chevrolet ’34, til drátt- ar á ísnum. Bústaðurinn var fluttur seint í marsmánuði á hinum mikla vetrarísi 1935/36. ísinn var nokkuð far- inn að rýrna í hlákum og sennilega af einhverjum yl að neðan. Hann var nú 60-70 cm á móti 75 cm er hann náði mestri þykkt. Mjóaness—Miðfells/Múlabrestur var lokaður og lét ekki á sér kræla, sömuleiðis Sandeyj ar—Mj óanesbrest- ur. Aðeins vottaði fyrir Sandeyjar— Langatangabresti. Arnarfellsrifa hafði stöðugt verið að gliðna lítið eitt og Iokast á ný og jagast til um veturinn. Nú var hún lokuð og samfrosta. í raun réði Arnarfellsrifan flutningsdeginum. Milli bflanna voru 11 m. Vinstri bíll- inn 4 m framar en hægri bíllinn, þ.e.a.s. frá bflunum að dregurunum voru 14 og 10 m, sverir og sterkir kaðlar. Bílarnir voru á keðjum, á hvorum bíl var tonn af grjóti, að öðr- um kosti hreyfðu þeir ekki húsið. Fremur erfiðlega gekk að komast af stað, ekið var í öðrum gír 15-20 km/ klst. Farið var skammt út af Mjóanesi, þ.e. innan við Sandeyjar-Miðfells- múlabrest. Ekið var án þess að nema staðar og með sem jöfnustum hraða, að öðru leyti en því að reynt var að aka eins hratt og frekast var unnt yfir Arnarfellsrifu. Farið var 250 m norðan Sandeyjar. Nesbrestur var lokaður og aðeins merkjanlegur. Stefnan var tekin beint á Svínanes innanvert og því allnokkru norðan við Svínanesbrest. Ekið var rakleitt upp í fjöru. Bflar sluppu með naumindum upp á þurrt, en undan sumarbústaðnum brotnaði og hann lenti að aftan á IV2 m dýpi úti í flæðarmálinu. Orsökin var augljóslega nokkurt hik á síðustu metrunum í land með húsið, en allt hik hefði þurft að varast, því að landvök var að myndast. Eftir nokkurt bram- bolt tókst að koma húsinu upp á þurrt. Húsið er enn í góðu gengi og stendur við landtökustaðinn (8. mynd). Meðan á ferðinni yfir vatnið stóð sat Jónas skipasmiður með reidda öxi um öxl tilbúinn að höggva á taugar og kaðla eða til annarra verka ef skjótra aðgerða væri þörf. (Heimild: Pétur Ámundason og Jóhannes Svein- björnsson). 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.