Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 46
BURÐARÞOL ÍSS ísastafur var fyrrum til á hverjum bæ við Þingvallavatn (9. mynd). Þegar broddurinn fór niður úr ísnum í fyrsta höggi var sagt að ísinn væri einhöggur og vatnið einhöggt. Einhöggur ís er varasamur og því ekki talinn mann- gengur. Þegar höggvið var þéttingsfast tví- vegis, þ.e.a.s. aftur í sama farið og broddurinn sprengdi niður úr ísnum svo holan dignaði aðeins, var sagt að ísinn væri tvíhöggur, vatnið tvíhöggt og manngengt. Ef vætlaði ekki í hol- una eftir þrjú röskleg högg, engir aflraunaklækir viðhafðir, var ísinn tal- inn hestheldur. Fimmtán cm ís (hálft fet) er fær hesti með æki. Finnskir bændur telja einnig að 15 cm þykkur ís haldi hesti og æki. Hvað þolir ísinn þungt farartæki? Þetta er áleitin spurning sí og æ. Þrjú atriði ráða: A. Gerð og ástand íssins B. Lengd og lögun farartækis C. Hraði farartækis A) Bláísinn (glærís) er traustasti ísinn. Einföld þumalfingursregla segir: Mæla skal ísþykktina í cm. Þá fæst, að ísþykktin í öðru veldi sinnum 15 gefur burðarþolið, þ.e.a.s. alheill og óspunginn 5 cm ís bei; uppi 375 kg, 10 cm ís ber 1500 kg og 15 cm 3375 kg. Hér verður að athuga rækilega, að allur ís á ám og vötnum er meira og minna sprunginn. Deila þarf því í með tveimur og síðan þremur er ísinn þykknar og nær 20 cm þykkt. Reynslan er sú að 5 cm ís heldur uppi 180 kg, 10 cm 700 kg og 15 cm 1350 kg. Hér ber enn fremur að athuga að reglan er lítils virði nema atriðin B og C séu athuguð jafnframt. B) Langir sleðar og beltavagnar eru öruggustu farartækin á ísum, því að áríðandi er að dreifa þunganum. Allir kannast við að á 3 cm ísi, sem stigið er VATNASTÖNG 9. mynd. Vatnastöng og ísastafur. Vatna- stöng er hentug þegar brestir eru komnir. Einnig er hún hentug við smáar landvakir. Meðan allt var óbrúað var vatnastöng not- uð þegar smáárnar voru í flóði eða upp- belgdar af grunnstingli. — Two types of ice picks used by the local people. niður úr í hverju spori, er unnt að laumast um á skíðum. Kubbslegir bflar henta illa á ísum. Hér skal stuðst við finnska reynslu og rannsóknir (vatna- leiðaeftirlit) varðandi umferð á ísi- lögðum vötnum (2. tafla). C) Hraði farartækis er veigamikill 252

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.