Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 48
Tafla 2. Stöðuþol íss. Taflan miðast við að ísinn þoli að farartækið nemi staðar á ísnum. - Maximum load supported by ice of different thicknesses. fsþykkt (cm) Ice thickness (cm) Hámarks þungi (tonn) Max. weight (tonnes) Hámarks öxulþungi (tonn) Max. axle load (tonnes) 20 2 1,5 25 3 2 30 4,5 3 40 7 5 50 12 7 60 17 9 70 23 11* 75 27 12* 80 31 14* 90 39 17* 100 48 20* * 3 öxlar eða fleiri. 3 axles or more. vatnið, hefst reginmunur. Hitastig dragárvatns í skammdeginu er fast nið- ur við 0°C, en lindir Þingvallavatns eru 3°C til 4°C. Þegar ísþekjan er komin nýtist lindainnstreymið til að hita upp heildarvatnsmassann, þó fyrst og fremst botnvatnið en dragárvatn myndi halda stöðuvatninu nálægt 0°C út veturinn. Lindavatnið leitar til botns, þess vegna haldast vakir litlar meðan veður eru kyrr og köld. Ókyrrð veðra eykur vatnsblöndunina og þá ná vakir að stækka, sem orsakar aftur kælingu heildarvatnsmassans. í þessu sam- bandi er rétt að veita því athygli, að á aðalhlákudögum vetrarins fellur 0°C heitt yfirborðsvatn, leysingavatn, til Þingvallavatns og kælir það. Þetta ger- ist einmitt á hlýjustu dögum vetrarins. Lindavatninu tekst þó að varðveita botnhitann, sem mælist venjulegast 2°C og þar yfir (5. mynd). Vatnshita- mælingar frá undanförum árum, þótt strjálar séu, gefa augljóslega til kynna að samband vetrarveðráttu og vatns- hita er þannig í grófum dráttum: „Kyrrð og kaldur vetur gefur hlýtt Þingvallavatn. Stormavetur gefur kalt Þingvallavatn.“ Hér er raunar á ferðinni alkunn regla frá Mývatni (Sigurjón Rist 1969). Engin furða, því að líkt er með skyldum. Bæði eru vötnin gegnum- streymisvötn lindavatns. Hinn mikli dýptarmunur gefur hvoru um sig rík séreinkenni, en bæði yarðveita þau botnhitann vetrarlangt. ÍSABROT Þegar sólfar er mikið hleypur ísinn í heiðnu. Þykktin er þá ekki lengur mælikvarði á burðarþolið, enda segir gamalt spakmæli: „Varaðu þig á vor- ísnum". Heilsteyptur og traustur ís get- ur ummyndast á tveimur til þremur dögum í granna 25 til 30 cm lóðrétta ísstuðla, svonefnda heiðnukólfa. ísinn missir þá nær allan styrk, og það svo að hætta er á að stigið verði niður úr ísnum, þótt hann sé yfir 20 cm að 254

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.