Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 50
11. mynd. Skálabrekkutún, eftir miðjan maí 1973. — A hayfield at the farm Skálabrekka
in late May, 1973. (MyndJphoto: Regína Sveinbjörnsdóttir).
lagnet, búin til úr heimaspunnu togi,
lögð undir ísinn. Pegar erlend net
komu til sögunnar upp úr aldamótun-
um, útrýmdu þau íslensku netunum.
Dorgveiðin lagðist smátt og smátt af
og er nú hætt með öllu a.m.k. um
stundarsakir.
Net eru lögð á vel þekktum miðum.
Með skriðli er auðvelt að koma taug
undir ísinn. Áður fyrr þurfti að höggva
mörg göt (vakir) í ísinn í stað tveggja
nú. Þá var farið strax út á ísinn er hann
var manngengur og aðeins dráttartaug
komið fyrir en engum netum. Afar-
grönn timburspíra var notuð við að
koma dráttarlínunni undir ísinn.
Venjulega var tommuborð rist niður í
l"xl" lista og þeir knýttir saman.
Reynt var að hafa spíruna sem lengsta,
8 m eða lengri. Ekki veitti af, því að
venjuleg netalengd er um 80 m. Götin
á ísnum urðu æði mörg.
Nú er öldin önnur. Dráttarlínu og
síðan netum er komið fyrir í einni og
sömu ferðinni út á ísinn. Fyrst er
skriðill (12. mynd) sendur undir ísinn.
Við hvert tog í línuna (12. mynd) fær-
ist fjölin áfram um 30 til 50 cm, en
stáloddurinn situr fastur í ísnum á
meðan. Þegar aftur er slakað á nær
flatjárnsarmur skjótt lóðréttri stöðu á
ný og stáloddur hefur þá færst áfram.
Þannig koll af kolli, og skriðill nær
skriði, allt eftir hæfni skriðils og jafn-
framt lipurð og lagni manns. Um
skriðilinn er skemmtileg þróunarsaga,
256