Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 51
en hún er utan við verksvið þessarar
greinar og verður því sleppt hér. Að
einu skal þó vikið. Varast skal að rugla
saman nöfnunum skriðill og hoppung-
ur, það eru ólík tæki, eiga fátt
sameiginlegt nema að vera notuð á
ísilögðum vötnum. Skriðill er notaður
undir ísnum en hoppungur á ísnum.
Hoppungur er fjörmikil veifa, svo að
sami maður geti gætt tveggja eða fleiri
lóða. í meginatriðum líkist hoppungur
trémanni Björns Blöndal (1975) í bók-
inni Norðurá fegurst áa.
ísnum var fagnað, þá fékkst björg í
bú, en honum var eigi síður fagnað
vegna þess að hann rauf einangrun
bæjanna. Þá var brunað á skautum
þvert og endilangt um vatnið til
mannfagnaða og í skyndiheimsóknir
til vina og kunningja, sem aðstæður
leyfðu vart í annan tíma. Vanir skauta-
menn í nærliggjandi héruðum komu til
að teygja sig á skautaspretti, sjá fólk,
flytja og nema fróðleik og fréttir.
Einn og einn vetur getur liðið hjá án
þess vatnið leggi. Á stöku vetrum er
skautasvellið slæmt, ísinn hrjúfur og
leiður til umferðar og e.t.v. hulinn
snjódyngjum eða mullu. En þrátt fyrir
þessa annmarka er heildarniðurstaðan
sú, að á flestum vetrum býður Þing-
vallavatn upp á spegilslétt skautasvell
á stórum svæðum í einn til tvo mánuði.
Reykvíkingar og aðrir íbúar hér suð-
vestan lands, ungir og aldnir, eiga
þarna heillandi leikvöll á vetrum.
Áríðandi er að þekkja ísinn bæði til að
forðast hættur hans og hrekki og til að
geta notið hinna miklu möguleika,
sem hann hefur upp á að bjóða.
257