Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 54
þrumum, braki, brestum og eldgangi, svo menn ei annað huggðu en það, að loftin og himnarnir mundu sundur springa og yfir oss falla . . . . . . og aldrei var svo hljóða, braks og stórbresta á milli, að maður mætti þorstadrykk útdrekka. Og um kvöldið þá dimma tók og nóttin yfirgekk, þá flaug eldurinn og bálglossinn úr loftinu ofan á jörðina, í kringum fólkið og gripina, svo að sjá var sem allt væri í einum loga og báli . . . Þann 7. september veik vindur sér til útnorðurs, svo þá sneri öllu öskufalli og myrkri hingað á Verið og staðinn. Svo strax um dagmál, eða mjaltir, kom hér svo mikið öskufall, með svo svörtu myrkri, að enginn annan sá, þótt í hendur héldust . . . • • . hver hélt öðrum með hrópi og kalli, svo myrkrið skildi oss eigi að skilja né sundur slíta, því það var svo þykkt og þreifanlegt, að vér heyrðum varla hvers annars kall, þótt nálægt hvor öðrum stæði . . . . . . Og um allan þann tíma, frá dag- málum og fram yfir nón, varaði og hélzt við hið sama myrkur, með ösku, sand- drifi, reiðarþrumuhljóðum, braki og brestum, svo ógna mátti. Þessi eld- gangur, hljóð og brestir var svo mikið í loftinu yfir oss og á jörðinni allt í kring- um oss, sömuleiðis utan á höttum vor- um og öðrum fatnaði var svo mikil glóandi eldur að sjá, svo sem vér vær- um allir í einum loga, eða eins og um- luktir glóandi kolum, en þó var það ekki að sjá sem eðlilegur eldur, heldur líkara maurildi af nýjum fiski, eða sem hrævarljós eða hrævarlogi, sem svo er kallað, strauk og fló um jörðina og loftið, svo allir hlutir sýndust sem í einu báli, í því augnabliki sem það kom. Nokkra menn heyrði ég segja, að þá hafi sviðið í hendur og andlit, þar sem þessi eldur hafi snert þá, - sömuleiðis að ull á sauðfé hefði sem sviðin verið, sem ég þó varla trúði, því aldrei varð ég þess var, að hinn minnsta yl eða hita af honum leggði, eða það, að sandur né steinar í nokkurn máta heitir né varmir væri. Annars hefði þessi eldur stærri og meiri skaða gjört mönnum og fénaði en hann gjörði. Sumir halda að þessi eldur flytji ekki með sér þvílíkan hita eða bruna, sem vor náttúrlegi eldur, og halda, að hann brenni ekki neitt það, sem eðlilegt er að brenni, heldur það, sem andstætt er venjulegri elds náttúru, svo sem steinn og vatn, eins og sjá megi á því, að grjótið brenni hann, en af vatninu logi hann, sem af lýsi eða beztu fitu. Svo sem og almannarómur er fyrir norðan Lómanúpssand, hjá Skeiðarárjökli, stöðuvötn þau, er Grímsvötn heita, og þegar Skeiðarárjökull hleypur fram með eldi, ís og vatni, eins og þessi, svo sem oft kemur fyrir, þá kemur eldurinn fyrst upp úr miðjum áðurnefndum Grímsvötnum, og logar þar upp úr og tundrar, svo sem annað bál af brenni- boltum eða þurrum viði. En hvað sann- ast er um þennan eldhita, eftirlæt ég þeim að dæma um og úrskurða, er um náttúru hans og tegund betur vita, og þar um af reynslu eða fræðibókum fróðari eru, og læt þar um að sinni hjá líða fleira að skrifa, heldur áformaða frásögu upp aftur byrja. Sami eldur, er úr sögðu myrkri kom, var stundum svo bjartur, að hann var skærari en nokkur veraldlegur eldur eða ljós vera kann, að sólunni frá tek- inni, stundum rauður og stundum alla- vega litur, sem skær regnbogi, og strax eftir eldglossurnar fylgdu reiðarþrumu- slög, brak og brestir, svo engar fallbyss- ur, hve margar eða stórar sem væru gætu gefið þvílíkt hljóð eða ógnan af sér. Þessar reiðarþrumur, ef svo má kalla, gengu ekki yfir eins og aðrar venjulegar reiðarþrumur oftast gera, eða rétt áfram, eftir því sem hið öflug- asta veður eða vindur ber hana í loft- inu, heldur hljóp þá hið sama hljóð, brak og brestir í sama bili áfram, afturá- bak, yfir sig í loftið og undir sig á jörðina. Og ég, Þorsteinn Magnússon, sá með mínum eigin augum og heyrði til, að eldglossinn og hljóðið skifti sér í sundur í loftinu, í 2, 3 og 4 parta, og 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.