Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 55
hljóp síðan sitt hljóðið í hverja átt, og
jafnfljótt síðan aftur í eitt, og var svo
síðan til að heyra sem ein, stundum
margar kæmi hver á móti annari, og
sveifluðu sér síðan í snarkringlu niður á
jörðina, álíka eins og þegar iðukast í
vatni pressast saman, eða slær sér sam-
an í hring. En af þessari sveiflan og
hringsnúningi urðu hljóðin svo mikil og
brestirnir svo stórir, áhnykkja marg-
faldir með braki og stórbrestum, meira
og framar en þótt tíu sinnum tífaldar
reiðarþrumur hlypu hver á móti annari
og þrengdu sér gegnum hvor aðra, eða
stundum runnu hver á eftir annari, svo
ótt og títt, að ekki var mögulegt að
koma tölu á. En hvað margt og mikið
nokkrum má þykja að ég um þessi
undur ræði, skýri eða skrifi, þá er mér
þó varla eða ekki mögulegt allt það svo
með hendi minni að skrifa, miklu síður
með tungu og munni að tala, eða þessi
ógn og undur svo sundur liða, svo sem
það skeði og til féll á þessum fyrir- og
eftirfylgjandi tíma. Enginn skal og slíku
tilfelli heldur trúa, að svo eða svo hafi
gengið til, utan sá, sem það allt reynt,
heyrt og séð hefir, stór Guðs náðar
mildi var, að menn og skepnur skyldu
standast slíkar ógnir, og að höfuð og
heili vor mannanna af slíkum síurrandi
hljóðum, braki og brestum, skyldu ekki
í sundur springa, eða að minnsta kosti
fá heyrnarbrest, fyrir hverja hans náð-
arhjálp, nærveru vernd og aðstoð; hon-
um sé lof og eilífar þakkir fyrir utan
enda. Amen . . . “
ELDINGAR VIÐ SURTSEY
Þessi frásögn Þorsteins sýslumanns
af átökum milli höfuðskepnanna í
Kötlugosi 1625 er svo mögnuð, að við
höfum tilhneigingu til að líta á hana
sem ýkjur og hindurvitni. Enda segir
hann: „Enginn skal og slíku tilfelli
heldur trúa, að svo eða svo hafi gengið
til, utan sá, sem það allt reynt, heyrt
og séð hefir . . . “ Mér varð alla vega
ekki ljóst, hver sannleikur býr í þess-
um texta, fyrr en í Surtseyjargosi 1963.
Þá börðust vatn og eldur um yfirráð í
gígnum og hafði vatnið yfirleitt betur.
Oft mátti sjá, hvernig sjór fossaði nið-
ur í gíginn um stund, en síðan gaus
hann ösku og gufu af slíkum fítons-
krafti, að súlan stóð lóðrétt mörg
hundruð metra í loft upp. Þessu fylgdu
brak og stórbrestir, og um nætur mátti
sjá, að himinninn logaði af eldingum,
sem flugu milli skýja, í gíginn eða í sjó
niður (1. og 2. mynd). Með orðum Þor-
steins „ . . . flaug eldurinn og bálglos-
sinn úr ioftinu ofan á jörðina, í kring-
um fólkið og gripina, svo að sjá var
sem allt væri í einum loga og
báli . . . Þegar skip sigldu undir
gosmökkinn nærri gígnum loguðu
eldar af siglutrjám . . . „en þó var
það ekki að sjá sem eðlilegur eldur,
heldur líkara maurildi af nýjum fiski,
eða sem hrævarljós eða hrævarlogi,
sem svo er kallað, strauk og fló um
jörðina og loftið“ . . .
Við endurlestur þessa texta rann
upp fyrir mér, að frásögn Þorsteins er
ekki einasta sönn, heldur í mörgum
atriðum svo glögg, að samtímamaður
hans Galileo hefði verið fullsæmdur
af. Á hans dögum töldu menn, að
eldingar væru sprengingar í eldfimu
gasi, en Þorsteinn segir: „Sumir halda
að eldur þessi flytji ekki með sér því-
líkan hita eða bruna, sem vor náttúr-
legi eldur, og halda að hann brenni
ekki neitt það, sem eðlilegt er að
brenni, heldur það, sem andstætt er
venjulegri elds náttúru, svo sem steinn
og vatn . . . “ Þessi skilningur verður
ekki almennur í heimi náttúruvísind-
anna fyrr en rúmri öld síðar, þegar
Benjamin Franklin dró rafneista úr
skýjum með flugdreka og skýrði eld-
ingar sem raffyrirbæri.
261