Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 56
1. mynd. Eldingar umhverfis gosmökk úr Surtsey 1. desember 1963. Myndin er tekin frá Heimaey á 90 sekúndum. Efri brún myndarinnar er um 6 km yfir Surtsey. - Lightning around the eruptive cloud of Surtsey, December Ist 1963. The exposure time was 90 seconds. (Mynd/photo Sigurgeir Jónasson.) ORSÖK ELDINGA VIÐ SURTSEY Rannsóknir á eldingum hafa nær ekkert verið stundaðar hér á landi, enda komu þessi raffyrirbæri í Surtseyjargosi flatt upp á menn. Fyrir tilstuðlan Paul Bauers, sérstaks vel- unnara Surtseyjar, kom hingað hópur bandarískra vísindamanna með fjög- urra hreyfla flugvél hlaðna vísinda- tækjum til rannsókna á gosmekkinum. Þeir dvöldu hér eina viku og gerðu ýmsar mælingar umhverfis mökkinn, en gátu ekki farið nægilega nærri til að greina atburði í smærri dráttum. Þar sem ég hafði fengist við rannsóknir á eldingum á námsárum mínum í Þýska- landi, fékk Þorbjörn Sigurgeirsson mig til að aðstoða leiðangurinn, og lyktaði því máli svo, að ég fékk að láni nauðsynlegustu tæki til að halda áfram mælingum, önnur en farkostinn, sem flaug til síns heima. Ég varð því að fara um siglandi og sjóveikur, oftast á skipum Landhelgisgæslunnar, sem var mjög hjálpleg við mælingar, en nota- drýgstur reyndist þó lítill bátur, sem 262

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.