Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 57
2. mynd. Eldingar í gosmekki Surtseyjar að kvöldi 4. febrúar 1964. Vegna ösku og gufu
sést aðeins hluti hverrar eldingar í mekkinum. Myndin er teiknuð eftir röð mynda, sem
teknar voru með reglulegu millibili (6 myndir á mfnútu) frá sólsetri til miðnættis. —
Lightning in the eruptive cloud of Surtsey in the evening of February the 4th 1964. Due to
tephra and steam only a part of each lightning can be seen. This drawing was made from a
sequence of photographs taken at regular intervals (6 per minute) between sunset and
midnight.
gaf sér tíma frá veiðum, þar sem hann
hafði misst veiðarfærin vegna land-
helgisbrota. Þessar athuganir voru
mikið áhugamál veðurfræðinga og eðl-
isfræðinga, sem fást við rannsóknir á
þrumuveðrum og hvirfilbyljum. Líf-
fræðingar sýndu einnig mikinn áhuga.
Margir þeirra telja líklegt, að líf hafi
fyrst kviknað í eins konar sjávarsúpu
ólífrænna efna, sem, fyrir tilverknað
ytri orkugjafa, e.t.v. hraunglóðar eða
eldingar, hafi náð að mynda orkurík
lífræn efnasambönd. Orð biblíunnar,
„verði ljós“ gætu þar með öðlast nýjan
og víðtækari eðlisfræðilegan skilning.
Til að skilja, hvernig á eldingum stóð,
var okkur umhugað að kanna dreif-
ingu hleðslna í mekkinum og grafast
fyrir um, hvar þær skildust að (And-
erson o.fl. 1965; Sveinbjörn Björnsson
1966; Sveinbjörn Björnsson o.fl. 1967;
Blanchard & Sveinbjörn Björnsson
1967). Rafsviðsmælingar sýndu, að
mökkurinn kom rafmagnaður upp úr
gígnum. Jákvæðar hleðslur fylgdu
gufu en neikvæðar hleðslur öskunni.
263