Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 58
Þegar mökkinn lagði til hliðar, rigndi neikvæðum öskukornum úr honum, en eftir sat gufa í skýjum með sterka jákvæða hleðslu. Eldingum sló oftast úr gosmekkinum niður í gíginn, en suma daga voru aðstæður í lofti slíkar, að allt umhverfið varð rafmagnað og þá breiddist virknin út, svo eldingar flugu um allan himin. Ekki var auðvelt að rannsaka, hvernig hleðslur mynd- uðust í gígnum. Núningur milli ösku- korna í mekkinum virtist koma til greina, en hann skýrði þó ekki, hvers vegna gufan var jákvæð en askan nei- kvæð. Þegar leið á gosið og gígurinn byggðist upp, átti sjór erfiðara um vik að renna inn í gígopið, og þar kom, að eldurinn náði algerlega yfirhöndinni, öskumyndun hætti og hraun tók að renna. Gosmökkurinn varð nú hvítur á að sjá, mest gufa og gas, og virtist lítið rafmagnaður. Aðferðir til að skilja að hleðslur voru vinsælt rannsóknarefni fyrr á öldum. Auk aðskilnaðar við núning virtist mörgum sem hleðslur kæmu fram við suðu vatns. Meðal þeirra var ítalinn Volta sem kynnti tilraunir sínar í Royal Society í London árið fyrir Skaftárelda (Volta 1782). Hann varð þess reyndar aldrei var, að hleðslur losnuðu við suðu, fyrr en hann við sýnitilraunirnar í London ákvað að gera suðuna nógu kröftuga og lét dropa falla á heit kol, sem lágu á málmplötu. Við uppgufun dropans varð málmplatan nú neikvætt hlaðin. Af þessari tilraun dró Volta þá álykt- un, að jákvæðar hleðslur Iosnuðu við uppgufun, en aðrir voru ekki á sama máli, og deildu menn um þetta fyrir- bæri næstu öldina. Faraday (1843) sýndi, að hleðslurnar losnuðu ekki við eiginlega uppgufun, heldur virtust þær losna við myndun örsmárra dropa, þegar stærri dropar splundruðust á heitu yfirborði. Svo vildi til, að einn af leiðangursmönnum Bauers, Duncan Blanchard, hafði lesið um þessar til- raunir í gömlum ritum og endurtekið tilraunirnar með nútímatækni, nokkru áður en hann frétti af eldingum við Surtsey. Samstarfsmenn hans í Woods Hole (Woodcock & Spencer 1961) höfðu verið við athuganir á Hawaii og séð þar hraun renna í sjó. í gufumekki frá hrauninu fundu þeir aragrúa af ör- fínum dropum og saltögnum. Blanc- hard tengdi þessar aðstæður tilraunum Volta og Faradays og lét salta dropa falla á glóandi hraunmola. Gufuskýið reyndist samsett út örsmáum saltkornum og dropum eins og gufu- mökkurinn á Hawaii en jafnframt sterkt jákvætt hlaðið. (Blanchard 1964). Þegar Blanchard síðar frétti af eldingum við Surtsey, fylltist hann áhuga að vita, hvort þetta afbrigði hleðslumyndunar væri að verki í gígn- um. Aðstæður leyfðu ekki neinar at- huganir, meðan öskugos réði þar ríkj- um, en eftir að hraun tók að renna í sjó og gufumekkir stigu frá ströndinni, gafst tækifæri til mælinga, sem stað- festu vel niðurstöður tilrauna Blanc- hards. Gufumekkirnir voru sterkt já- kvætt hlaðnir og þéttleiki hleðslanna slíkur, að nægt hefði til myndunar eld- inga, ef mekkirnir hefðu verið kröft- ugri. Ekki er þar með sannað, að sama fyrirbæri hafi verið að verki í gígnum, meðan sjór rann inn í hann, en líklegt verður þó að telja, að það sé splundrun vatnsdropa á glóð, sem veldur rafmögnun við slíkar aðstæður. Almennt eru jarðfræðingar sammála um, að kvika breytist í gosösku og vikur fyrir tilverknað vatns. Nú virðist sem einnig mætti skýra ákafar eldingar og hrævarelda, sem oft fylgja öskugos- um, t.d. í Kötlu og Grímsvötnum, með átökum sem verða, þar sem höfuðskepnurnar vatn og eldur mætast. 264

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.