Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 58
Þegar mökkinn lagði til hliðar, rigndi neikvæðum öskukornum úr honum, en eftir sat gufa í skýjum með sterka jákvæða hleðslu. Eldingum sló oftast úr gosmekkinum niður í gíginn, en suma daga voru aðstæður í lofti slíkar, að allt umhverfið varð rafmagnað og þá breiddist virknin út, svo eldingar flugu um allan himin. Ekki var auðvelt að rannsaka, hvernig hleðslur mynd- uðust í gígnum. Núningur milli ösku- korna í mekkinum virtist koma til greina, en hann skýrði þó ekki, hvers vegna gufan var jákvæð en askan nei- kvæð. Þegar leið á gosið og gígurinn byggðist upp, átti sjór erfiðara um vik að renna inn í gígopið, og þar kom, að eldurinn náði algerlega yfirhöndinni, öskumyndun hætti og hraun tók að renna. Gosmökkurinn varð nú hvítur á að sjá, mest gufa og gas, og virtist lítið rafmagnaður. Aðferðir til að skilja að hleðslur voru vinsælt rannsóknarefni fyrr á öldum. Auk aðskilnaðar við núning virtist mörgum sem hleðslur kæmu fram við suðu vatns. Meðal þeirra var ítalinn Volta sem kynnti tilraunir sínar í Royal Society í London árið fyrir Skaftárelda (Volta 1782). Hann varð þess reyndar aldrei var, að hleðslur losnuðu við suðu, fyrr en hann við sýnitilraunirnar í London ákvað að gera suðuna nógu kröftuga og lét dropa falla á heit kol, sem lágu á málmplötu. Við uppgufun dropans varð málmplatan nú neikvætt hlaðin. Af þessari tilraun dró Volta þá álykt- un, að jákvæðar hleðslur Iosnuðu við uppgufun, en aðrir voru ekki á sama máli, og deildu menn um þetta fyrir- bæri næstu öldina. Faraday (1843) sýndi, að hleðslurnar losnuðu ekki við eiginlega uppgufun, heldur virtust þær losna við myndun örsmárra dropa, þegar stærri dropar splundruðust á heitu yfirborði. Svo vildi til, að einn af leiðangursmönnum Bauers, Duncan Blanchard, hafði lesið um þessar til- raunir í gömlum ritum og endurtekið tilraunirnar með nútímatækni, nokkru áður en hann frétti af eldingum við Surtsey. Samstarfsmenn hans í Woods Hole (Woodcock & Spencer 1961) höfðu verið við athuganir á Hawaii og séð þar hraun renna í sjó. í gufumekki frá hrauninu fundu þeir aragrúa af ör- fínum dropum og saltögnum. Blanc- hard tengdi þessar aðstæður tilraunum Volta og Faradays og lét salta dropa falla á glóandi hraunmola. Gufuskýið reyndist samsett út örsmáum saltkornum og dropum eins og gufu- mökkurinn á Hawaii en jafnframt sterkt jákvætt hlaðið. (Blanchard 1964). Þegar Blanchard síðar frétti af eldingum við Surtsey, fylltist hann áhuga að vita, hvort þetta afbrigði hleðslumyndunar væri að verki í gígn- um. Aðstæður leyfðu ekki neinar at- huganir, meðan öskugos réði þar ríkj- um, en eftir að hraun tók að renna í sjó og gufumekkir stigu frá ströndinni, gafst tækifæri til mælinga, sem stað- festu vel niðurstöður tilrauna Blanc- hards. Gufumekkirnir voru sterkt já- kvætt hlaðnir og þéttleiki hleðslanna slíkur, að nægt hefði til myndunar eld- inga, ef mekkirnir hefðu verið kröft- ugri. Ekki er þar með sannað, að sama fyrirbæri hafi verið að verki í gígnum, meðan sjór rann inn í hann, en líklegt verður þó að telja, að það sé splundrun vatnsdropa á glóð, sem veldur rafmögnun við slíkar aðstæður. Almennt eru jarðfræðingar sammála um, að kvika breytist í gosösku og vikur fyrir tilverknað vatns. Nú virðist sem einnig mætti skýra ákafar eldingar og hrævarelda, sem oft fylgja öskugos- um, t.d. í Kötlu og Grímsvötnum, með átökum sem verða, þar sem höfuðskepnurnar vatn og eldur mætast. 264
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.